Nokkrar hönnunarsýningar enn opnar
Hinn árlega hönnunarhátíð Hönnunarmars fór fram 10. til 13. mars síðastliðinn. Nokkrar hönnunartengdar sýningar sem voru opnaðar á hátíðinni standa enn yfir.
Samsýning fjölmargra hönnuða í Lækningaminjasafninu, Seltjarnarnesi er opin til 26. mars og þá verða sýningar Sturlu Más Jónssonar og Þórunnar Árnadóttur, Prestar og Frímínútur, opnar í Gallerí Gróttu, Eiðistorgi, til sama dags.
Afrakstur tilraunaverkefnisins 1+1+1, samstarfsverkefnis hönnunarteymisins Hugdettu frá Íslandi, Petru Lilju frá Svíþjóð og Aalto+Aalto frá Finnlandi, stendur yfir í Spark, Klapparstíg 33, til 1. apríl.
Sýning á skissum sem gestir gerðu á Hönnunarmars stendur yfir í Arion banka, Borgartúni 19, til 9. apríl.
Leturverk, sýning á verkum eftir hóp grafískra hönnuða, sem kalla sig Tákn og teikn, stendur yfir á Mokka-Kaffi, Skólavörðustíg, til 13. apríl.
Þá er sýningin Þríund opin til 29. maí í Hönnunarsafninu Garðatorgi, en þar er sýnd hönnun Helgu Ragnhildar Mogensen, skartgripahönnuðar, Bjarna Viðars Sigurðssonar, keramiker, og Anítu Hirlekar, fatahönnuðar.