fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Grínheimildamynd og umræður

Róttæki sumarháskólinn skipuleggur umræðusýningu á pólitísku grínmyndinni Bob Roberts

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 15. mars 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudagskvöld verður sérstök umræðusýning á pólitísku grínheimildamyndinni Bob Roberts frá 1992 á vegum Róttæka sumarháskólans.

„Myndin er bráðfyndin en jafnframt mögnuð ádeila á bandarískt stjórnmálaástand og ekki síst þátt fjölmiðla í því,“ segir Pontus Järvstad, einn af skipuleggjendum sýningarinnar.

Það er bandaríski leikarinn Tim Robbins sem skrifar og leikstýrir myndinni, auk þess að leika titilhlutverkið.

„Myndin segir frá Bob Roberts, tónlistarmanni og milljónamæringi með fasískar tilhneigingar, og framboði hans til öldungadeildar bandaríska þingsins. Myndin er frá árinu 1992 en á sannarlega mikið erindi í dag, í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Okkur fannst góð hugmynd að sýna myndina, sem er vissulega ótrúlega skemmtileg og spjalla svo í kjölfarið saman um alvöru málsins,“ segir Pontus.

*Bob Roberts verður sýnd miðvikudaginn 16. mars klukkan 20.00 í húsnæði Bifrastar við Suðurgötu 10, aðgangur er ókeypis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað