fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Margmenni á Reykjavík

Kvikmyndin Reykjavík verður frumsýnd í dag

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. mars 2016 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag.

Reykjavík er fyrsta mynd Ásgríms í fullri lengd.
Ásgrímur Sverrisson Reykjavík er fyrsta mynd Ásgríms í fullri lengd.

Mynd: ©Mummi Lu

Myndin var aftur á móti forsýnd fyrr í vikunni og glimrandi lukku og er gerður góður rómur að myndinni.
Í lýsingu á myndinni sem birtist á Klapptré segir að Reykjavík sé sætbeiskt gamandrama um reykvískt par sem stefnir í sitt hvora áttina.

Það var nánast fullur salur á frumsýningunni sem fram fór í stóra sal Háskólabíós.
Fjölmenni Það var nánast fullur salur á frumsýningunni sem fram fór í stóra sal Háskólabíós.

Mynd: ©Mummi Lu

Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.

Mynd: ©Mummi Lu

Samband Hrings við Elsu hangir á bláþræði. Þau og ung dóttir þeirra hafa fundið draumahúsið sitt en plönin fara úr skorðum og Elsa vill endurskoða allt. Meðan Hringur reynir að átta sig á hvað fór úrskeiðis og hvort þau geti borið saman brotin, flækist hann inní óuppgerð fortíðarmál Tolla besta vinar síns með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Mynd: ©Mummi Lu

Með helstu hlutverk fara Atli Rafn Sigurðarson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir.

Skáldið mætti á frumsýningu.
Einar Már Guðmundsson Skáldið mætti á frumsýningu.

Mynd: ©Mummi Lu

Í öðrum hlutverkum eru meðal annars Hjörtur Jóhann Jónsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Margrét Friðriksdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Laufey Elíasdóttir, Björn Thors og Lilja Nótt Þórarinsdóttir.

Atli Rafn Sigurðsson og Guðmundur Ingi Þóroddson, aðalleikarar myndarinnar, brugðu á leik
Aðalleikarar Atli Rafn Sigurðsson og Guðmundur Ingi Þóroddson, aðalleikarar myndarinnar, brugðu á leik

Mynd: ©Mummi Lu

Sölmundur Ísak Steinarsson, Daníel Gylfason og Dagur Benedikt Reynisson hjá Bobblehead Productions eru meðframleiðendur ásamt helstu leikurum og tökumanninum Néstor Calvo, Sunna Gunnlaugs gerir tónlist, Ragnar Vald Ragnarsson klippir, Ólöf Benediktsdóttir sér um búninga, Agnar Friðbertsson tekur upp hljóð, Huldar Feyr Arnarson hljóðblandar, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir annast förðun og Níels Thibaud Girerd sér um leikmynd.

Samfylkingarmaðurinn Skúli Helgason mætti á frumsýningu.
Skúli Helgason Samfylkingarmaðurinn Skúli Helgason mætti á frumsýningu.

Mynd: ©Mummi Lu

Mynd: ©Mummi Lu

Asgrímur Sverrrisson, leikstjóri, ásamt aðalleikurum og framleiðendum myndarinar.
Aðstandendur fagna Asgrímur Sverrrisson, leikstjóri, ásamt aðalleikurum og framleiðendum myndarinar.

Mynd: ©Mummi Lu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024