fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Leonardo sigraði loksins: Mad Max fékk flest verðlaun

Stallone fór vonsvikinn heim – DiCaprio talaði um loftslagsmál í sigurræðu sinni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. febrúar 2016 07:36

Stallone fór vonsvikinn heim - DiCaprio talaði um loftslagsmál í sigurræðu sinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leonardo DiCaprio hlut loksins langþráðan Óskar fyrir leik sinn í aðalhlutverki en hann hefur verið tilnefndur fjórum sinnum til óskarsverðlauna, fyrst þegar hann var aðeins tvítugur. Leikarinn fékk Óskarinn fyrir krefjandi hlutverk sitt í kvikmyndinni The Revenant sem er grimmt hefndardrama sem gerist snemma á nítjándu öldinni.

Leonardo nýtti svo tækifærið til þess að minna á hlýnun jarðar og hvatti heimsbyggðina til þess að bregðast við. Í frétt Daily Mail um óskarinn kemur raunar fram að hann sjálfur hafi verið heldur kærulaus þegar kemur að loftslagsmálum, en árið 2014 ferðaðist hann sex sinnum með einkaþotunni sinni á sex vikum. Sem er öllu meiri mengunarvaldur en er á færi venjulegra einstaklinga.

Það kom svo nokkuð á óvart þegar kvikmyndin Spotlight tók Óskarinn fyrir bestu kvikmyndina, en eins og flestir vita fjallar myndin um blaðamannateymi í Boston sem uppljóstraði um umfangsmikil kynferðisbrot á meðal kaþólskra presta sem voru stunduð með vitund yfirmanna kaþólsku kirkjunnar.

Það var hinsvegar leikstjórinn Alejandro González Iñárritu sem fékk Óskarinn fyrir bestu leikstjórn fyrir myndina The Revenant. Þetta var annað árið í röð sem hann tekur Óskarinn fyrir leikstjórn, en aðeins þrír aðrir leikstjórar hafa leikið sama leik, sem eru John Ford og Joseph L. Mankiewicz.

Brie Larson fékk síðan Óskarinn fyrir magnaða frammistöðu í kvikmyndinni Room sem segir frá móður sem er haldið í prísund í fjölmörg ár þar sem hún eignast barn með kvalara sinum.

Líklega má þó segja að það hafi verið myndin Mad Max sem sé sigurvegari kvöldsins en myndin fékk alls sex óskarsverðlaun, og því flest verðlaun allra mynda sem tilnefndar voru í gærkvöldi, meðal annars fyrir bestu klippingu og hljóðblöndun, en öll verðlaunin snéru að handbragði kvikmyndagerðarinnar, frekar en leik eða leikstjórn.

Jóhann Jóhannsson sigraði ekki þrátt fyrir frábæra frammistöðu í kvikmyndinni Sicario, þar sem hann var tilnefndur annað árið í röð fyrir bestu tónlistina. Það var goðsögnin Ennio Morricone sem tók verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmynd Quentin Tarantino, The Hateful Eigth.

Vonbrigði kvöldsins hljóta að falla í skaut hasamyndahetjunnar Sylvester Stallone, sem var tilnefndur fyrir leik sinn í myndinni Creed. Frammistaða Stallone þótti afburðargóð í myndinni, en hann tapaði engu að síður fyrir Mark Ryland í Bridge of Spies.

Nýliðinn Alicia Vikander tók hinsvegar óskarinn fyrir leik í aukahlutverki kvenna í myndinni The Danish Girl
Besta útlenda myndin var svo helfaradramað Son of Saul frá Ungverjaland. Besta heimildamyndin var Amy.

Heildarlista vinningshafa má finna á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár