fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

Sameinast við sjónvarpstækið

Ófærð heillaði landann

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 23. febrúar 2016 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta helgi sýnir okkur greinilega að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af dauða sjónvarpsins. Við sjáum líka að það skiptir máli að horfa á atburði meðan þeir gerast og sjónvarpsmyndir um leið og þær eru sýndar. Við myndum okkur skoðun á staðnum og erum því vel viðræðuhæf um efnið.

Ófærð Baltasar Kormáks hefur slegið í gegn. Allir hafa skoðun á þessum þáttum og hika ekki við að tjá hana. Ég sat reyndar ekki límd við skjáinn á hverju sunnudagskvöldi, horfði á fyrstu þrjá þættina og sá síðan einhverja búta úr þeim seinni. Ég ákvað samt að fylgja þjóðinni á lokasprettinum og setti mig í stellingar fyrir lokaþáttinn sem var viðburðaríkur. Mig grunar þó að efni þáttanna hefði vel komist fyrir í fimm þáttum í staðinn fyrir þá tíu sem gerðir voru. En Ólafur Darri er alltaf yndislegur og hinn ungi Jón Arnór Pétursson stóð sig firnavel í hlutverki litla drengsins sem var svo umkomulaus að mann langaði samstundis til að ættleiða hann.

En hvað um það, fallegt var að sjá hversu margir Íslendingar miðuðu sunnudagskvöldin við sýningu á Ófærð og nutu þess að ræða um þættina. Þjóðin hóf svo leitina að morðingjanum þó nokkru áður en lokaþátturinn var sýndur. Þegar móttökur eru á þennan veg þá verða vangaveltur um dauða línulegrar dagskrár fremur merkingarlausar.

Um síðustu helgi var bein útsending frá Söngvakeppninni og var það mikið sjónarspil. Evróvisjón er einkennilegt fyrirbæri sem fjölmargir Íslendingar taka ofur hátíðlega og þrá þeirra til að vinna keppnina er bæði heit og einlæg. Við sem höfum engan áhuga á keppninni furðum okkur stundum á öllum þeim miklu tilfinningum sem fylgja henni og setjum okkur ekki í sérstakar stellingar til að fylgjast með. Reyndar fer keppnin að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá okkur. Samt er það merkilegt og fallegt að sjá fólk sameinast fyrir framan sjónvarpsskjáinn vegna söngvakeppni.

Við sem höfðum hvorki mikinn áhuga á Ófærð né Söngvakeppninni erum samt ekkert ólík þeim sem sátu límd við skjáinn. Við eigum okkur þætti sem ekki mátti missa af, eins og til dæmis Downton Abbey sem við lifðum okkur inn í og glöddumst og grétum með persónum. Já, sjónvarpið er merkilegur miðill.

Síðasta helgi sýndi okkur að RÚV á greinilega erindi við landsmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ljúf lesning fyrir ljóðaunnendur

Ljúf lesning fyrir ljóðaunnendur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þetta er náttúrulega eins og maður sé að mæta á hóruhús“

„Þetta er náttúrulega eins og maður sé að mæta á hóruhús“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“