fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Of mikið grænmeti

Price og Blomsterberg elduðu lambaskanka

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 18. desember 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég segi ekki að það sé ómissandi þáttur jólahaldsins að horfa á matreiðsluþætti en það er samt gaman. RÚV sýndi á dögunum danska matreiðsluþáttinn Jól með Price og Blomsterberg. Þar voru á matseðli hægeldaðir lambaskankar, einn af mínum uppáhaldsréttum. Mikið var lagt í þá matseld og allt leit það ljómandi vel út svona til að byrja með. En allt í einu var farið að stafla grænmeti undir skankana og síðan var grænum kryddjurtum og grænu grænmeti blandað saman við kartöflumúsina sem varð fyrir vikið græn. Þetta fannst mér bæði tilgerðarlegt og ónauðsynlegt. Rétturinn var alls ekki eins og dásamlegu lambaskankarnir á veitingastað IKEA, þar er skanki, kartöflumús (ekki græn heldur eðlileg) og brún sósa – semsagt fullkomin máltíð. Svo kannski smávegis af grænum baunum – en ekki mikið.

Ég hef vissar efasemdir um allt þetta græna tilstand í þessum danska þætti. Það er reyndar mín skoðun að fólk sem hámar í sig grænmeti öllum stundum geri það vegna þess að það er hrætt við að deyja. Það telur sér trú um að grænmeti lengi líf þess til muna. Það má svosem halda það ef það vill. En aldrei hef ég horft löngunaraugum á spínat eða grænkál. Ég fagna hins vegar innilega hverjum elduðum lambaskanka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“