fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Ómögulegur Barnaby

John Nettles er sárt saknað

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 7. desember 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er ég ein um það að þykja Neil Dudgeon ómögulegur Barnaby lögreglufulltrúi? Ég gaf honum tækifæri til að sanna sig í hlutverkinu og bauð hann velkominn inn í mitt hús en hann var furðu fljótur að bregðast vonum mínum og væntingum. Það er eins og hann nenni ekki að leggja nokkuð á sig í hlutverkinu og er stirður og ósannfærandi. Svo vottar ekki fyrir persónutöfrum. Það er mjög erfitt að kunna vel við hann. Ég spyr mig hvort hann geti enst í hlutverkinu. En kannski finnst öðrum þetta allt í lagi.

John Nettles var og er hinn raunverulegi Barnaby lögreglufulltrúi. Bauð af sér góðan þokka, var hæfilega ákveðinn og með mikla persónutöfra og góða rödd. Ég sakna hans sárt úr þessum þáttum. Það er smá sárabót að honum brá fyrir í annarri þáttaröðinni af Poldark og þar var prýði að honum, eins og alltaf. Mikill fyrirmyndarleikari þessi góði maður.

Reyndar skil ég ekki af hverju Nettles hélt ekki bara áfram að leika Barnaby. Hann er víst orðinn rúmlega sjötugur en það er enginn aldur fyrir nútímamann. Clint Eastwood spriklar til dæmis af fjöri á níræðisaldri og minnir okkur á að aldur er hugarástand. Ef maður lifir lífinu lifandi þá finnst manni maður ekki vera gamall og getur gert svo fjarska margt sem æskudýrkendur halda að gamlingjar geti ekki gert.

Reyndar má hrósa framleiðendum Midsomer Murder fyrir að hafa ekki látið Tom Barnaby (John Nettles) deyja heldur létu þeir hann setjast í helgan stein og kölluðu til frænda hans John Barnaby (Neil Dudgeon) sem nú leysir morðmálin. Í hinu litla samfélagi í Midsomer er nefnilega haldið áfram að drepa. Yfirleitt eru þrjú morð í hverjum þætti, sem mér finnst fremur hressandi. Það verður eitthvað að gerast í glæpaþáttum.

Ég ætla ekki að gefast upp á Neil Dudgeon alveg strax. Hann er samt á góðri leið með að koma sér út úr húsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“