Disney-myndin Moana aðsóknarmesta bíómyndin vestanhafs
Þakkargjörðarhátíðin fór fram vestanhafs um helgina og eins og venja er fóru fjölmargir Bandaríkjamenn í kvikmyndahús. Disney-teiknimyndin Moana skaut keppinautum sínum ref sínum rass og reyndar gott betur. Myndin halaði inn 81,1 milljón Bandaríkjadala yfir þakkargjörðarhátíðina í þeim tæplega fjögur þúsund kvikmyndahúsum sem myndin var sýnd í.
Moana segir frá ævintýrum prinsessu einnar, Moana, sem leggur upp í langt ferðalag með hálfguðinum Maui sem er hálfur maður og hálfur guð. Vöðvafjallið Dwayne Johnson talar fyrir Maui í myndinni og nýstirnið Auli‘i Cravalho fyrir Moana.
Moana er ein aðsóknarmesta myndin sem frumsýnd er um þakkargjörðarhátíðina, en efst á blaði þar er Hunger Games: Catching Fire sem frumsýnd var árið 2013.
Í öðru sætinu yfir aðsóknarmestu myndir helgarinnar var Fantastic Beasts and Where to Find Them sem halaði inn 65,8 milljónir dala. Samtals hefur myndin þénað 156 milljónir dala.