fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Góður maður, Martin Clunes

Örlög silkiorma voru umfjöllunarefni á skjánum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 28. nóvember 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég horfði á fallegan þátt á RÚV, Martin Clunes – Menn og dýr, þar sem þessi góði leikari ferðaðist milli landa til að kynna sér aðstæður ólíkra dýra og talaði um leið máli dýraverndar á innblásinn hátt. Hann sagði okkur frá hundinum Hachiko sem mætti á hverjum degi á lestarstöð í Tókýó til að taka á móti eiganda sínum. Einn daginn kom eigandinn ekki með lestinni, hann hafði fengið hjartaslag og dáið. Næstu níu ár mætti Hachiko á hverjum degi á lestarstöðina og beið árangurslaust eftir hinum ástkæra eiganda. Clunes sagði okkur líka frá öðrum merkum hundi sem gætti grafar eiganda síns í fjórtán ár.

Í þættinum sáum við alls kyns dýr, vorum til dæmis leidd inn á hundakaffihús í Tókýó þar sem hundar voru klæddir í föt og sátu í barnakerrum. Ekki virtist Clunes hrifinn af því og ekki skal honum álasað fyrir það. Við sáum flækingshunda sem voru orðnir að fimum sirkushundum og hesta sem einhverf börn náðu sérstöku sambandi við. Svo sáum við silkiorma en þeirra beið sá dauðdagi að vera soðnir lifandi. Hjartagæska Clunes er slík að hann komst við þegar hann sagði okkur frá örlögum ormanna. Ég varð að viðurkenna að ég komst ekki í tilfinningalegt uppnám vegna þessa. Ég hef einfaldlega aldrei gert mér ekki háar hugmyndir um tilfinningalíf silkiorma. Clunes er mun næmari. Hann finnur til með öllum. Góður maður!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur þú fundið öll vegglistaverkin í höfuðborginni? – Síbreytilegt fjársjóðskort

Hefur þú fundið öll vegglistaverkin í höfuðborginni? – Síbreytilegt fjársjóðskort
Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“