fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Það sem ekki má

Sumt þykir ekki fínt að horfa á í sjónvarpi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 26. nóvember 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég frétti eitt sinn af ungum sprenglærðum fræðimanni sem hafði mikla ánægju af að horfa á America’s Next Top Model og hafði sterkar skoðanir á því hvaða keppandi ætti skilið að vinna. Ég held að hann hafi ekki haft hátt um þetta eftirlætis sjónvarpsáhorf sitt í samræðum við aðra fræðimenn. Hann hefur sennilega vitað að hann myndi einungis mæta kulda og skilningsleysi fræðasamfélagsins. Í sumum kreðsum þykir engan veginn fínt að horfa á raunveruleikaþætti. Fræðimaðurinn ungi óx mjög í áliti hjá mér eftir að ég frétti af þessu uppáhaldsefni hans. Sjálf hef ég nefnilega gaman af að horfa á fjölmarga þætti sem ekki þykir fínt að horfa á.

Ég hef mikið yndi af The Voice á Skjá einum en það er vitsmunalegur raunveruleikaþáttur þar sem söngvarar láta í sér heyra. Britains’s Got Talent er annar raunveruleikaþáttur, og mun óheflaðri, sem ég horfi líka á með töluverðri ánægju – en einungis þegar Simon Cowell er meðal dómara. Hann er maður sem ég get horft endalaust á.

Sumir hafa útgeislun í sjónvarpi og það hefur Cowell sannarlega. Hann er hreinlega eins og skapaður fyrir sjónvarp og kann á miðilinn. Sem dómari er hann óútreiknanlegur og stundum grimmilega hreinskilinn, en hefur yfirleitt á réttu að standa. Hann er mjög næmur á hæfileika og það er alltaf gaman að sjá andlit hans taka umbreytingum þegar ólíklegur keppandi opinberar óvænta snilli. Illar tungur kalla þennan svip hans dollarasvipinn – hann sé búinn að uppgötva hvað hann geti grætt mikið á viðkomandi listamanni. Auðvitað er Cowell bisnessmaður, sem er alls engin synd. Einhverjir verða að hafa peningavit, við hin höfum það allavega ekki. En Cowell hefur ekki bara peningavit, hann hefur djúpa tilfinningu fyrir hæfileikum. Svo er hann sannur sjarmör!

Ég hef séð Britain’s Got Talent og America’s Got Talent án Simon Cowell og endist þá aldrei til að horfa lengi. Simon Cowell virkar í sjónvarpi. Mér finnst hann heillandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Í gær

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir tónlistarmanninn hafa boðið henni 1,6 milljarða fyrir að þegja um sambandið

Segir tónlistarmanninn hafa boðið henni 1,6 milljarða fyrir að þegja um sambandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“