fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

5 leikarar sem þyngdust verulega fyrir hlutverk sín

Leikarar þurfa að ganga í gegnum ýmislegt áður en þeir taka að sér ákveðin hlutverk

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2016 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarar þurfa oft á tíðum að ganga í gegnum ýmislegt áður en þeir taka að sér ákveðin hlutverk, hvort sem er á leiksviði eða á hvíta tjaldinu. Sumir þurfa að léttast talsvert á meðan aðrir þurfa að þyngjast, allt til þess að gera sögupersónurnar trúverðugar í augum áhorfenda.

Þakkargjörðarhátíðin vestanhafs stendur nú sem hæst og af því tilefni tók Mel Magazine saman skemmtilegan fróðleik um leikara sem þurftu að bæta á sig áður en þeir tóku að sér ákveðin hlutverk.


George Clooney

Hjartaknúsarinn George Clooney bætti á sig, að sögn, fimmtán kílóum áður en hann tók að sér hlutverk í myndinni Syriana sem kom í kvikmyndahús árið 2005. Clooney sagði um það leyti sem myndin var frumsýnd að það eina sem hann hafi gert hafi verið að hætta að stunda líkamsrækt auk þess sem hann borðaði ruslfæði í öll mál í nokkrar vikur. „Maður borðar bara þar til maður er við það að kasta upp,“ sagði hann.


Jared Leto

Óskarsverðlaunahafinn Jared Leto þurfti að bæta verulega á sig áður en hann tók að sér hlutverk Marks Davids Chapman, morðingja Johns Lennon, í myndinni Chapter 27 sem kom út árið 2007. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir er Leto nokkuð ólíkur sjálfum sér. En hvernig fór hann að því að þyngjast? Jú, hann gerði það að venju að setja rjómaís í örbylgjuofninn sem hann drakk svo með bestu lyst. Stundum bætti hann olíu út í.


Colin Farrell

Það virðist býsna góð ávísun á ótæpilega þyngdaraukningu að drekka rjómaís. Colin Farrell gerði það áður en tökur á myndinni The Lobster hófust. Myndin kom út á síðasta ári og sagði Farrell í viðtali ekki alls fyrir löngu að hann hefði sett Häagen-Dazs ís í örybylgjuofnin sem hann drakk síðan. Þess má geta að uppáhaldið hans var kaffiís. Svo borðaði hann ostborgara alla morgna í nokkrar vikur.


Ryan Gosling

Ryan Gosling hugsar vel um heilsuna og er nánast alltaf í sínu besta formi í sínum myndum. Til stóð að Gosling myndi leika eitt af aðalhlutverkunum í myndinni The Lovely Bones í leikstjórn Peters Jackson árið 2009. Af því varð ekki vegna þess að Gosling og Jackson voru ósammála um hvernig persóna Gosling ætti að líta út. Gosling sagðist vera trúr þeirri sannfæringu sinni að aðalpersónan, Jack Salmon, ætti að vera að lágmarki 100 kíló en Jackson var því ósammála. Svo fór að Gosling bætti á sig um 30 kílóum áður en hann fékk sparkið. Að lokum fór það svo að Mark Wahlberg tók að sér hlutverkið sem Gosling átti að leika. Eftir sat Gosling með sárt ennið og talsvert mikið af aukakílóum.


Sylvester Stallone

Sly þurfti að bæta á sig um 20 kílóum áður en hann tók að sér hlutverk í myndinni Copland sem frumsýnd var árið 1997. Morgunverðarmatseðillinn, meðan á þessu stóð, var nokkurn veginn svona: Fimm pönnukökur með hnetusmjöri og rjóma, hafragrautur, tvær beyglur með hnetusmjöri, 10 steikt egg, franskar og ostakaka. Stallone var væntanlega ekki lengi að ná markmiði sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað