fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Svikin eiginkona

Foster læknir er afbragðs sjónvarpsefni

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 6. nóvember 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski framhaldsþátturinn Foster læknir, sem sýndur er á RÚV, er afbragðs sjónvarpsefni. Bretar sátu límdir við skjáinn meðan á sýningum þáttarins stóð – og maður skilur alveg af hverju. Þarna kynnumst við Gemmu Foster lækni, sem fer að gruna að maður hennar haldi framhjá henni. Suranne Jones leikur Gemmu og hlaut ýmis verðlaun fyrir leik sinn, þar á meðal BAFTA. Hún er aldeilis frábær í hlutverki konu sem sér veröld sína hrynja, túlkar varnarleysi, reiði og vonbrigði gríðarlega vel.

Búið er að sýna tvo þætti af fimm og þar hafa sannarlega verið eftirminnileg atriði. Eins og þegar Gemma komst að því hver hjákona manns síns er, en sú uppljóstrun kom örugglega flestum áhorfendum jafnmikið á óvart og henni. Atriðið þegar hún gaf eiginmanni sínum færi á að játa framhjáhaldið, sem hann gerði ekki, var afar áhrifamikið. Þetta er þáttur sem auðvelt er að lifa sig inn í. Handritið er einstaklega gott og stjörnuleikur Suranne Jones gerir að verkum að áhorfandinn getur ekki annað en látið sér annt um persónu hennar. Reyndar óttast maður að Gemma muni grípa til óskynsamlegra ráða í erfiðri stöðu, hún er í svo miklu tilfinningalegu uppnámi að hún á erfitt með að hugsa skýrt.

Bretar eru að gera aðra þáttaröð af Foster lækni sem bendir til þess að endir þessarar þáttaraðar verði opinn og bjóði upp á ýmsa möguleika. Þá er bara að horfa á þá næstu. Við treystum á Skarphéðin dagskrárstjóra!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Í gær

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“