fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Hér geturðu séð nýja og sláandi heimildarmynd Leonardo DiCaprio sem allir eru að tala um

Heimildarmyndin Before the Flood hefur fengið verðskuldaða athygli

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 5. nóvember 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

National Geographic frumsýndi í vikunni nýja heimildarmynd um loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Myndin, sem ber heitið Before the Flood, er aðgengileg á netinu án endurgjalds.

Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio er einn þeirra sem hefur veg og vanda af gerð myndarinnar. DiCaprio hefur lengi látið sig náttúruvernd varða og stofnaði hann sjóð fyrir tæpum tuttugu árum, Leonardo DiCaprio Foundation, sem hafa meðal annars það markmið að vekja fólk til umhugsunar um umhverfis- og auðlindamál.

Myndin sem um ræðir er 90 mínútur að lengd og hefur hún fengið góða dóma hjá gagnrýnendum.

„Ég vil vita hversu langt við erum komin, hversu mikilli eyðileggingu við höfum valdið og hvort það sé eitthvað sem við getum gert til að stöðva þessa þróun,“ segir DiCaprio meðal annars í byrjun myndarinnar. Meðal þeirra sem rætt er við í myndinni eru, auk Barack Obama Bandaríkjaforseta, nafntogaðir einstaklingar á borð við Elon Musk, stofnanda Tesla, Frans páfa, Ban Ki-Moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og mexíkóska leikstjórann Alejandro G. Inarritu.

Myndina má horfa á í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“