Leonard Cohen var nýlega í blaðaviðtali spurður hvað honum fyndist um það að Bob Dylan hafi fengið Nóbelsverðlaunin. Hann svaraði: „Það er eins og að setja orðu á Everest fyrir að vera hæsta fjallið.“
Cohen er orðinn 82 ára og heilsuveill, skjálfhentur og gengur stundum við staf, en það hefur ekki aftrað honum frá því að senda frá sér nýja plötu, You Want it Darker. Sonur listamannsins, Adam, var hægri hönd hans við gerð plötunar og Cohen segir að platan hefði ekki orðið til nema vegna hvatningar hans. Cohen þykir nokkur meinlætamaður, heimili hans er ekki prýtt dýrum húsgögnum og listaverkum, þar er einungis það allra nauðsynlegasta.
Í viðtalinu, sem birtist í Sunday Times, spurði blaðamaður Cohen hvort hann málaði ennþá sjálfsmyndir, en það var iðja sem hann stundaði mjög á árum áður. Svarið var: „Ég gæti farið að byrja á því aftur þegar hendur mínar hætta að skjálfa.“ Það er þó enginn uppgjöf í gamla manninum sem segist ætla að vera að til 120 ára aldurs.