Ófærð bestu leiknu þættirnir í Evrópu – Panama-þáttur Oppdrag Granskning verðlaunaður
Ófærð hlaut um helgina Prix Europa-verðlaunin sem besta leikna sjónvarpsþáttaröðin, en 26 þáttaraðir voru tilnefndar í flokknum.
Prix Europa-verðlaunin, sem hafa verið veitt frá árinu 1987, eru sameiginlegt verkefni Sambands evrópskra útvarpsstöðva, Evrópusambandsins og Evrópuráðsins.
„Þessi framúrskarandi þáttaröð sem byggir á einstakri karlpersónu og stórkostlegum leikhóp á sér stað í áhrifamiklu landslagi í miðri baráttu við náttúruöflin,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndarinnar. Þá er leikstjórn, myndatöku og framleiðsluvinnunni hrósað í hástert.
Það voru þó fleiri Íslendingar sem tengdust þáttum sem voru verðlaunaðir á hátíðinni, því sænski fréttaskýringarþátturinn Oppdrag Granskning var verðlaunaður fyrir umfjöllun sína um Panama-skjölin. Einn mikilvægasti hluti þáttarins var hið víðfræga viðtal þáttastjórnandans við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, en í kjölfar viðtalsins neyddist Sigmundur til að segja af sér embætti.