fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Ófærð og Sigmundur bestir í Evrópu

Ófærð bestu leiknu þættirnir í Evrópu – Panama-þáttur Oppdrag Granskning verðlaunaður

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 25. október 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ófærð hlaut um helgina Prix Europa-verðlaunin sem besta leikna sjónvarpsþáttaröðin, en 26 þáttaraðir voru tilnefndar í flokknum.

Prix Europa-verðlaunin, sem hafa verið veitt frá árinu 1987, eru sameiginlegt verkefni Sambands evrópskra útvarpsstöðva, Evrópusambandsins og Evrópuráðsins.

„Þessi framúrskarandi þáttaröð sem byggir á einstakri karlpersónu og stórkostlegum leikhóp á sér stað í áhrifamiklu landslagi í miðri baráttu við náttúruöflin,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndarinnar. Þá er leikstjórn, myndatöku og framleiðsluvinnunni hrósað í hástert.

Það voru þó fleiri Íslendingar sem tengdust þáttum sem voru verðlaunaðir á hátíðinni, því sænski fréttaskýringarþátturinn Oppdrag Granskning var verðlaunaður fyrir umfjöllun sína um Panama-skjölin. Einn mikilvægasti hluti þáttarins var hið víðfræga viðtal þáttastjórnandans við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, en í kjölfar viðtalsins neyddist Sigmundur til að segja af sér embætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk