fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Allt fór vel

Næturverðinum er lokið

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 23. október 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þungu fargi er af manni létt nú þegar Næturverðinum lauk með því að allt fór vel. Reyndar fór ekki vel fyrir Roper, en eins og starfsmaður leyniþjónustunnar, Angela Burr, sagði þá átti hann örlög sín skilið. Roper hefur aldrei verið jafn ógnvekjandi og í þessum síðasta þætti þegar hann lét misþyrma unnustu sinni. Svo sannarlega leit illa út á tímabili og maður var á nálum. Þarna voru svo mörg spennuþrungin atriði sem tóku á og maður vissi ekkert hvernig myndi fara. Um eitt var maður þó viss og það var að ekkert illt myndi henda Angelu Burr. Olivia Colman túlkaði persónu þessarar kasóléttu konu þannig að manni fannst að ekkert gæti bugað hana, hún myndi alltaf bjarga sér.

Pine og Jed náðu saman í lokin og ég er viss um að hann verður góður stjúpfaðir ungs sonar hennar. Stundum óskar maður þess þegar sérlega góðum þáttum lýkur að framhaldsþættir verði gerðir. Það á ekki við hér. Ekki á að rugga bátnum með að setja Jed og Pine í fleiri hættulegar aðstæður þar sem glannalegur handritshöfundur gæti jafnvel tekið upp á því að drepa Jed og svo kannski Pine líka. Maður hefur bitra reynslu af illa þenkjandi handritshöfundum sem slátra uppáhaldspersónum manns eins og ekkert sé. Ég vil að Pine og Jed séu látin í friði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á