fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fókus

Komst að tilnefningunni fyrir tilviljun á Facebook

Heimildamyndin Keep Frosen er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Cinema Scandinavia

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. október 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildamyndin Keep Frozen var á dögunum tilnefnd til kvikmyndaverðlauna tímaritsins Cinema Scandinavia sem er tímarit um norrænar kvikmyndir. Áhorfendakosning fer fram núna um helgina á vef tímaritsins

„Ég var ekki látin vita af þessari tilnefningu. Ég sá þetta fyrir tilviljun á vegg annarrar manneskju á facebook“ segir Hulda Rós Guðnadóttir leikstjóri myndarinnar sem er að vonum mjög ánægð með tilnenfninguna. „Tímaritið tók viðtal við mig í apríl eftir heimsfrumsýninguna Visions du Réel í Sviss,“ bætir hún við. En viðtal við Huldu birtist á tveimur heilum opnum í maí útgáfu tímaritsins.

Tímaritið fjallaði um myndina Keep Frozen á tveimur opnum í maí
Cinema Scandinavia Tímaritið fjallaði um myndina Keep Frozen á tveimur opnum í maí

Mynd: Cinema Scandinavia

Hulda hefur ferðast með myndina milli hátíða undanfarið. Keep Frozen var tilnefnd sem besta heimildamyndin á Nordisk Panorama í september og einnig á kvikmyndahátíðinni í Varsjá núna í október. „Kvikmyndahátíðin í Varsjá er ein af fáum kvikmyndahátíðum í heiminum sem er í flokki svokallaðra A-hátíða þannig að tilnefningin var mikill heiður,“ segir Hulda.

Næst verður myndin sýnd á Dok Leipzig sem er elsta og virtasta heimildamyndahátíð Þýskalands. Strax daginn eftir sýningu þar verður hún sýnd á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck. „Þannig að ég hleyp á milli til að vera viðstödd. Við erum með dreifingarsamning við Deckert distribution sem eru mjög stórir og erum því með meðbyr,“ segir Hulda. „Þau sögðu til dæmis nei við sýningu á kvikmyndahátíð í New York þar sem þeim fannst hátíðin ekki bjóða mér nógu mikið sem er ansi hressilegt viðskiptaattitjúd og hefur tekið mig smá tíma að læra inn á. Samstarfið við Deckert er því mjög lærdómsríkt.“

Hulda segir að fleiri stórir aðilar séu búnir að lýsa yfir áhuga á myndinni en það er allt ennþá á leynistigi. Hún reiknar þó með að RÚV sýni myndina á næsta ári auk þess sem ríkisútvarpið í Þýskalandi verður með klukkutíma þátt um Keep Frozen verkefnið í desember. „Það er ekki á hverjum degi sem íslenskur listamaður fær jafn mikla athygli frá þýskum fjölmiðlum“ segir Hulda að lokum og hlær.

Myndin fjallar um menn sem starfa við löndun í Reykjavík
Keep frozen Myndin fjallar um menn sem starfa við löndun í Reykjavík
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“
Fókus
Í gær

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karen segir enga hljómsveit hafa gert íslenskunni jafn mikið gagn – „Þetta er þjóðarauður“

Karen segir enga hljómsveit hafa gert íslenskunni jafn mikið gagn – „Þetta er þjóðarauður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna og Nikita með brons í Blackpool – „Við nutum hverrar mínútu á dansgólfinu“

Hanna og Nikita með brons í Blackpool – „Við nutum hverrar mínútu á dansgólfinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gógó Starr kynnir nýja gerð af fræðslu um munnmök – Aðferðin sem klikkar aldrei er sáraeinföld

Gógó Starr kynnir nýja gerð af fræðslu um munnmök – Aðferðin sem klikkar aldrei er sáraeinföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikstjórinn dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum yfir 200 milljarða í bætur

Leikstjórinn dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum yfir 200 milljarða í bætur