fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Netflix gæti bætt við möguleikanum sem allir hafa beðið eftir

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 15. október 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn Netflix eru sagðir ætla að bæta þjónustu sína við notendur streymiþjónustunnar enn frekar á allra næstu vikum eða mánuðum.

Hingað til hefur Netflix krafist þess að notendur séu ávallt tengdir við netið þegar þeir horfa á efni úr streymisveitunni. Á sama tíma hafa aðrar streymiþjónustur boðið notendum upp á þann möguleika að hala efninu niður til að horfa á síðar, til dæmis þegar viðkomandi er ekki í aðstöðu til að tengjast netinu eins og á ferðalögum. Amazon Instant Video og BBC iPlayer bjóða til dæmis upp á þennan möguleika.

Nú gæti hins vegar orðið breyting á því forsvarsmenn Netflix eru sagðir hafa hafið samstarf við tæknifyrirtækið Taitz um að bæta þessum möguleika við. Breska blaðið Mirror greindi frá því fyrir helgi að jafnvel verði þessi breyting komin í gagnið áður en árið er úti.

Notendur Netflix eru 81 milljón talsins og er þjónustan í boði í 130 löndum, þar á meðal á Íslandi. Netflix hefur notið vaxandi vinsælda á undanförnum árum og er það ekki síst vönduðum og vel heppnuðum þáttum á borð við House of Cards, Making a Murderer, Daredevil og Stranger Things að þakka.

Reed Hastings, stjórnarformaður Netflix, hefur áður látið hafa eftir sér að líklega verði aldrei boðið upp á niðurhal hjá Netflix. Hann virtist þó draga aðeins í land með þær yfirlýsingar sínar í sumar þegar hann sagði að Netflix myndi „skoða málið af opnum hug“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk