fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

Stór viðburður fyrir ungan listamann

Æsa Sigurjónsdóttir gerir upp menningarárið 2015: Ragnar í París, Sjónarhorn og skortur á umræðuvettvangi

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 4. janúar 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins sem birtist í áramótablaði DV 29. desember verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til fimmtán álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándannn munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2015 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur

Hvað þótti þér eftirminnilegasta listaverk ársins 2015?

.
Æsa Sigurjónsdóttir .

Nú stendur yfir einkasýning Ragnars Kjartanssonar í Palais de Tokyo í París. Það er stór viðburður fyrir ungan listamann að fá yfirlitssýningu í höll samtímalista í París. Ljóst er að Ragnar hefur skapað sér nafn á vettvangi samtímalista í alþjóðlegu samhengi.

Einnig má nefna glæsilega sýningu Ólafs Elíassonar í spánýju listasafni La Fondation Louis Vuitton í París í byrjun árs. Þá er eftirminnileg sýning á verkum Katrínar Sigurðardóttur Horft inn í hvítan kassa í Listasafni Reykjavíkur og stórkostlegt að fá að sjá verk hennar Boiserie, sem hún gerði upphaflega fyrir Metropolitan Museum of Art í New York.

Að lokum má nefna útilistaverkið Þúfa eftir Ólöfu Nordal í Norðurgarði, sem Ólöf gerði fyrir Faxaflóahafnir – en þar skapaði Ólöf nýtt kennileiti í borgarumhverfinu sem auk þess hefur orðið vinsæll áningarstaður ferðamanna á árinu.

Umtalaðasta listaverk ársins var Moskan eftir Christoph Büchel, en verkið var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015. Verkið vakti mikla athygli bæði hér á landi og erlendis, og umfjöllunin jókst þegar verkinu var lokað af borgaryfirvöldum Feneyja. Umræðan hér á landi snerist þó fyrst og fremst um lokun verksins og deilur við yfivöld í Feneyjum, en minna um listgildi verksins, fagurfræði þess, og merkingu í samhengi við höfundaverk listamannsins. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldslífi verksins á næstu árum.

Verk Ólafar Nordal í Norðurgarði í Reykjavíkurhöfn.
Þúfa Verk Ólafar Nordal í Norðurgarði í Reykjavíkurhöfn.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Boiserie og fleiri verk Katrínar voru sýnd á sýningunni Horft inn í hvítan kassa í Listasafni Reykjavíkur.
Katrín Sigurðardóttir Boiserie og fleiri verk Katrínar voru sýnd á sýningunni Horft inn í hvítan kassa í Listasafni Reykjavíkur.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu? 
(gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)

Safnahúsið í Hverfisgötu er nú lagt undir stóra sýningu á sjónrænum  menningararfi þjóðarinnar.
Sjónarhorn Safnahúsið í Hverfisgötu er nú lagt undir stóra sýningu á sjónrænum menningararfi þjóðarinnar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sjónarhorn, ný grunnsýning á sjónrænum menningararfi þjóðarinnar var vígð á árinu í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Það hefur verið frekar hljótt um þetta stóra verkefni sem byggir á samstarfi sex stærstu menningarstofna ríkisins, þ.e. Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands, auk Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafn- Háskólabókasafn og Stofnunar Árna Magnússonar og þess vegna ástæða til að ræða um sýninguna og fylgjast með nýju hlutverk þessa merkilega og fallega húss í borginni.

Á hinn bóginn er versta frétt ársins á íslenskum menningarvettvangi sú að hola íslenskra fræða stendur enn gapandi á melunum við Þjóðarbókhlöðuna og óvíst um framkvæmdir í nánustu framtíð.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2015?

Nýlega var rætt um það í fréttum að aðsókn hefur aukist verulega að listsýningum og söfnum á árinu og það er jafnframt mikil aðsókn í list- og listfræðinám á Íslandi. Þetta eru mikilægar upplýsingar sem ráðamenn þurfa að taka afstöðu til. Nýliðun er mikil í mynd- og tónlistarheiminum og listamenn sinna viðburðasköpun og sýningargerð í síauknu mæli – oftast meira og minna í sjálfboðavinnu. Grasrótarverkefni ýmiskonar blómstra, en því miður skortir nauðsynlegan stuðning til að styrkja nýja starfssemi listamanna. Það er því afar mikilvægt að umræða um kaup og kjör listamanna sé hafin.

Það sem einkennir menningarumræðuna á Íslandi er líklega fyrst og fremst skortur á umræðuvettvangi.

Það sem einkennir menningarumræðuna á Íslandi er líklega fyrst og fremst skortur á umræðuvettvangi. Það er athyglisvert að ekki skuli vera líflegri umræða um myndlist, ef haft er í huga mikill fjöldi listviðburða og listsýninga. Samfélagsmiðlarnir hafa yfirtekið kynningarmálin, en þar hefur enn ekki myndast umræðuvettvangur sem nær lengra en dægurþrasið. Það er mikill missir að menningarþáttum eins og Orðbragði og Djöflaeyjunni sem hættu á árinu. Fjölmiðlar þyrftu að taka beur við sér og rækta þennan óplægða akur.


Lestu fleiri ársuppgjör úr menningarlífinu:

Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur.
Ingólfur Gíslason, ljóðskáld og stofnandi vefgallerísins 2015 er gildra.
Heiða Jóhannsdóttir, kennari í kvikmyndafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Aude Busson, sviðslistakona.
Pétur Grétarsson, tónlistarmaður og umsjónarmaður Hátalarans á Rás 1.
Valur Antonsson, heimspekingur.
Katla Maríudóttir, arkitekt.
Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.
Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Hönnunarsafns Íslands.
Angela Rawlings, ljóðskáld.
Halldór Guðmundsson, rithöfundur og forstjóri Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Meghan Markle sagðist valdefla konur með fjárfestingu sinni – Nú er hún sökuð um „fátæktarklám“

Meghan Markle sagðist valdefla konur með fjárfestingu sinni – Nú er hún sökuð um „fátæktarklám“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Orðaðir við Zirkzee í janúar: ,,Hann er mjög góður leikmaður“

Orðaðir við Zirkzee í janúar: ,,Hann er mjög góður leikmaður“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli