fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hunang fyrir hugann

Þættir um Shakespeare á RÚV fræða og gleðja

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 29. janúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shakespeare Uncovered eða Í saumana á Shakespeare, er gæðaefni sem RÚV sýnir á mánudagskvöldum. Þetta er heimildaþáttur í sex hlutum þar sem heimsfrægir leikarar fjalla um William Shakespeare og verk hans. Það er mikill fengur að þessum þáttum, reyndar eru þeir eins og himnasending til þeirra sem unna skáldskap og leikhúsi.

Þegar er búið að sýna þrjá þætti. Í þeim fyrsta fjallaði Joely Richardson um kvenpersónur í leikritum Shakespeares og ræddi meðal annars við móður sína, Vanessu Redgrave. Þær töluðu á innblásin hátt um næman skilning Shakespeares á tilfinningalífi kvenna og voru auk þess alveg óskaplega sjarmerandi og skemmtilegar. Maður væri sannarlega til í að sitja kvöldverðarboð með svona gáfuðum og fyndnum konum.

Annar þátturinn var á alvarlegri nótum en þar fjallaði Ethan Hawke um Macbeth og lafði Macbeth og hin illræmdu níðingsverk þeirra. Þar var okkur sýnt hvernig frægir leikarar hafa túlkað persónurnar á ólíkan hátt og rýnt var í hið myrka sálarlíf hjónanna.

Derek Jacobi mætti síðan í þriðja þætti og fjallaði um Ríkharð II. Það val kom á óvart, maður hefði fremur átt von á að sjá umfjöllun um kroppinbakinn illa, Ríkharð III. En svo kom í ljós að Ríkharður II á næga innistæðu fyrir umfjöllun. Þetta var sennilega frumlegasti þátturinn af þessum þremur. Ríkharður var borinn saman við Saddam Hussein og Gaddafi en þessi þrenning átti það sameiginlegt að trúa því að ekkert gæti hnikað valdi þeirra. Falli Ríkharðs var síðan líkt við fall Margretar Thatcher á sínum tíma.

Jacobi kom í þættinum að þeir kenningu sinni að Shakespeare hefði ekki skrifað leikritin sem honum eru eignuð heldur væri Edward de Vere, jarl af Oxford, höfundur þeirra. Jacobi er ekki einn um þessa kenningu, sem virtir fræðimenn segja vera tóma dellu og það er örugglega alveg rétt hjá þeim.

Mánudagskvöldin eru frátekin fyrir Shakespeare og RÚV skal þakkað fyrir að hafa sett þessa þætti á dagskrá. Þeir eru hunang fyrir hugann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja