fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Líkið í brunninum

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefði haldið að Bosníumyndir væru horfin undirgrein kvikmyndanna, en þær skildu þó eftir sig meistaraverk eins og Underground og No Man’s Land. Lengi lifir þó í gömlum glæðum þótt þungamiðja heimsmálanna hafi færst annað, og Spánverjinn Aranoa hefur kosið að gera sína fyrstu enskumælandi mynd um átökin á Balkanskaga.

Myndin gerist árið 1995 undir lok stríðsins, þó að fram komi að vandamálunum sé hvergi nærri lokið þótt hætt sé að skjóta. Snýr myndin að vanda hjálparstarfsmanna við að veiða lík upp úr brunni og tilraunum til að verða sér úti um reipi til starfans.

Sagan er því einföld, sem er gott og blessað í sjálfu sér, en gerir ekki miklar tilraunir til að útskýra umhverfið. Við fáum að skyggnast inn í daglegt líf fólks sem þarf að búa við jarðsprengjur og já, lík í brunnum, en minna er sagt um hvað þetta snýst allt saman um, ef þá nokkuð.

Sameinuðu þjóðirnar virðast harla gagnslausar og skrifræði kemur í veg fyrir að einföldustu verk séu framkvæmd, ef til vill á þetta að vera gagnrýni á þær, en að sama skapi eru það einmitt þær sem eru að reyna að gera eitthvað gott.

Sögupersónur eru annaðhvort afdankaðir gamlir karlar eða föngulegar ungar evrógellur, sem er vonandi viljandi frekar 1995 en 2016 (þetta voru jú Clinton-árin). Helsti kostur myndarinnar er hið sögulega umhverfi, sem gerir myndina vel þess virði að sjá, þörf áminning um átök sem eru óðum að gleymast. En enginn gerir þetta betur en Balkanbúar sjálfir, eins og Emir Kusturica hefur sýnt fram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Í gær

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“