fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Þegar nauðsynlegt þótti að skjóta þá

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 22. janúar 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvalveiðar virðast óðum vera að komast í tísku. Tvær af bestu bókum síðasta árs, Hundadagar og Spámennirnir í Botnleysufirði, fjalla öðrum þræði um hvalveiðimenn. Og nú eru þeir komnir í bíó.

Það hlýtur að teljast ansi hugað af hinum ástsæla Ron Howard að gera bíómynd um eina hötuðustu stétt samtímans, en svo vill til að eitt meginverk bandarískra bókmennta, Moby Dick, fjallar einmitt um þá stétt og ritun hennar kemur við sögu hér. Sagan gerist fyrir 200 árum þegar hvorki Anonymous né Paul Watson voru að fetta fingur út í starfsemina. Myndin treystir á að við skiljum rétttrúnaðinn eftir heima og gefum okkur ævintýrinu á vald, og í meginatriðum gengur það upp.

Vafalaust verður ekki betri hvalveiðimynd gerð fyrr en einhver kvikmyndar ævi Kristjáns Loftssonar.

Hvalirnir eru hvorki vondir né góðir, við losnum við alla óþarfa væmni og það er nánast að maður fyllist þjóðernisstolti þegar þrumuguðinn Þór stendur með skutulinn í stafni og bíður komu hvalsins. Allar klisjurnar eru á sínum stað, „thar she blows“ er kallað og skipbrotsmenn draga strá um hvern þeirra skuli éta næst.

Megingalli myndarinnar er að lítið er unnið úr persónunum. Kafteininn og aðstoðarmaður hans eiga að tákna muninn á þeim sem fá stöður sínar út á sambönd og þá sem fá þær út á hæfni (og á ekki síður erindi við Íslendinga) en lítið er unnið með þetta þegar upp er staðið. Þess í stað er boðið upp á fyrirtaks skipa- og hvalaklám og vafalaust verður ekki betri hvalveiðimynd gerð fyrr en einhver kvikmyndar ævi Kristjáns Loftssonar.

Í myndinni takast hvalveiðihetjurnar á við stórhveli.
Moby Dick Í myndinni takast hvalveiðihetjurnar á við stórhveli.

Mynd: © 2014 Warner Bros. Entertainment Inc.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“