Jóhann Jóhannsson tónskáld er tilnefndur til Óskarsverðlaunanna í ár. Tilnefninguna fær hann fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario.
Bandaríska kvikmyndaakademían tilkynnti um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna rétt í þessu en um er að ræða tilnefningu í flokknum Besta frumsamda tónlistin. Jóhann var einnig tilnefndur til Óskarsins á síðasta ári fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything en fór þó ekki heim með styttuna.
Nú fyrr í mánuðinum fékk Jóhann einnig tilnefningu til BAFTA verðlaunanna fyrir tónlist sína í myndinni.