Kvikmyndatökumaðurinn Arnar Þórisson er tilnefndur til Lettnesku kvikmyndaverðlaunanna sem kvikmyndatökumaður ársins fyrir myndina Mellow Mud, eða Es esmu šeit. Verðlaunin verða afhent í október.
Myndin verður sýnd á veglegri barnadagskrá RIFF í ár og hlaut nýverið Kristalbjörninn fyrir bestu myndina í flokknum Generation 14Plus á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín sem fór fram í febrúar síðastliðnum.
Mellow Mud er ekki eina myndin sem Arnar á aðkomu að á RIFF því hann myndaði einnig myndina Pale Star sem sýnd er í Icelandic Panorama flokki RIFF. RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, hefst þann 29. september næstkomandi.