fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025

Matilda besta Dahl bókin

100 ár frá fæðingu barnabókahöfundarins

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 11. september 2016 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ár eru hundrað ár liðin frá fæðingu Roalds Dahls, eins besta barnabókahöfundar sögunnar. Bretar minnast metsöluhöfundarins með hlýju en hann lést árið 1990, 74 ára gamall. Á dögunum sýndi Channel 4 sérstakan þátt um barnabækur höfundarins þar sem frægir einstaklingar, þar á meðal Steven Spielberg og Julie Walters, töluðu um uppáhaldsbarnabók sína eftir Dahl. Meðan á þættinum stóð gafst almenningi kostur á að kjósa um bestu barnabók höfundarins. Barnabókahöfundurinn vinsæli David Walliams hafði umsjón með þættinum, en hann hafði áður sagt að líklegast væri að Kalli og sælgætisgerðin yrði fyrir valinu sem besta barnabók Dahls.

Niðurstaðan varð önnur, sem sagt sú að Matilda var valin besta barnabók Dahls. Í bókinni er sagt frá hinni gáfuðu og bókelsku Matildu sem á illa innrætta foreldra og það er ekki til að bæta ástandið að í skólanum lendir Matilda upp á kant við grimmlyndan skólastjóra. Matilda hefur komið út á íslensku, líkt og fjölmargar aðrar barnabækur þessa einstaka höfundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Margrét biður Grindvíkinga um aðstoð

Margrét biður Grindvíkinga um aðstoð
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Víkingur hættir keppni í Lengjubikarnum – Snubbótt yfirlýsing frá KSÍ

Víkingur hættir keppni í Lengjubikarnum – Snubbótt yfirlýsing frá KSÍ
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Opinberað að City hafi reynt í janúar – Munu gera það aftur í sumar

Opinberað að City hafi reynt í janúar – Munu gera það aftur í sumar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lög ekki brotin þegar Ástráður var skipaður

Lög ekki brotin þegar Ástráður var skipaður
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spænskir miðlar fara mikinn – Segja þetta það versta undir stjórn Pep

Spænskir miðlar fara mikinn – Segja þetta það versta undir stjórn Pep
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Hjónin Sveinn og Kristjana prófuðu nýtt mataræði og sáu ótrúlegan mun – Þetta gerðist á þremur mánuðum

Hjónin Sveinn og Kristjana prófuðu nýtt mataræði og sáu ótrúlegan mun – Þetta gerðist á þremur mánuðum