Dwayne „The Rock“ Johnson trónir á toppnum
Dwayne „The Rock“ Johnson er launahæsti karlleikari heims. Vöðfafjallið, sem leikir hefur í fjölmörgum vinsælum kvikmyndum og þáttum á undanförnum árum, þénaði 64,5 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári. Það er upphæð sem samsvarar um 7,5 milljörðum króna.
Forbes hefur tekið saman lista yfir tekjuhæsta fólkið í skemmtanabransanum og engin undantekning var gerð þar á í ár. Robert Downey Jr. hefur verið á toppi listans undanfarin ár en hann situr í 8. sæti listans að þessu sinni.
Athygli vekur að Jackie Chan, sem margir muna eftir úr Hollywood-hasarmyndum í kringum aldamótin, er í 2. Sæti en á undanförnum árum hefur hann einbeitt sér að kvikmyndaleik í Kína, en Chan er fæddur í Hong Kong og er enn í fullu fjöri þrátt að vera kominn á sjötugsaldur.
Þá eru tveir leikarar úr Bollywood á topp 10 listanum, annars vegar Shah Rukh Kahn og hins vegar Akshay Kumar
Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir hæst launuðu karlleikara heims, en talan á eftir nafninu gefur til kynna tekjur á síðasta ári í milljónum Bandaríkjadala.
Dwayne „The Rock“ Johnson – 64,5
Jackie Chan – 61
Matt Damon – 55
Tom Cruise – 53
Johnny Depp – 48
Ben Affleck – 43
Vin Diesel – 35
8.-9. Shah Rukh Kahn – 33
8.-9. Robert Downey Jr. – 33
10.-11. Akshay Kumar – 31,5
10.-11. Brad Pitt – 31,5