Sjónvarpsstöðin Channel 5 sýndi nýlega mynd þar sem fjallað var um 40 valdamestu hjón heimsins. Við valið var tekið mið af áhrifum viðkomandi para, auði og þeirri fjölmiðlaumfjöllun sem þau fá.
Niðurstaðan er sú að söngkonan Beyoncé og rapparinn Jay C eru valdamestu hjón heimsins en eiginmaðurinn má þakka eiginkonunni þá niðurstöðu en áhrif hennar eru mun meiri en hans.
Í öðru sæti eru Bill og Melinda Gates en þau hafa hvergi gefið eftir í baráttu fyrir því að gera heiminn betri og hafa gefið mikið af auði sínum.
Í þriðja sæti eru Elísabet Englandsdrottning og eiginmaður hennar, orðhákurinn Filippus.
Bill og Hillary Clinton eru í fjórða sæti en áhrif Hillary eiga sennilega eftir að aukast mjög því sterkar líkur eru á því að hún verði forseti Bandaríkjanna.
Beckham-hjónin eru í fimmta sæti yfir valdamestu hjón heims.