fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Draugagangur á skjánum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 6. ágúst 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur spennuþátta fagna því ætíð þegar nýr þáttur er settur á dagskrá. Það gerðist einmitt síðastliðinn þriðjudag þegar RÚV hóf sýningar á Mundu mig (Remember Me), breskum spennuþætti með Michael Palin í aðalhlutverki. Þar leikur hann hinn áttræða Tom Prafitt sem flytur á elliheimili og verður vitni að óvæntu dauðsfalli.

Maður fyllist alltaf nokkurri eftirvæntingu þegar tilkynnt er í upphafi spennuþáttar að atriði í honum séu ekki við hæfi barna, það gefur vísbendingu um hrollvekjandi atriði sem eru nauðsynleg í þáttum eins og þessum. Lengi vel var ekkert sem benti sérstaklega til að mikil spenna væri í vændum í þessum fyrsta þætti. Andrúmsloftið var að vísu drungalegt og helstu persónur virtust flestar vera fremur vansælar. Það var ekki laust við að maður væri dálítið órólegur vegna þess að fátt var að gerast, fyrir utan dularfullt dauðsfall.

Palin er góður leikari og er þarna á allt öðrum slóðum en með félögum sínum í Monty Python. Hann sýnir dramatíska takta í túlkun á gömlum manni sem virðist vera umkomulaus. Maður komst ekki hjá því að hugsa með sér að ellin gæti verið afar vont hlutskipti. En þegar maður var við það að falla í tilvistarþunglyndi við tilhugsunina um auma ellidaga þá fóru undarlegir atburðir að gerast í þessari mynd – eitthvað yfirskilvitlegt. Þá lifnaði heldur betur yfir öllu. Fátt jafnast á við góðan draugagang í spennumyndum. Það eru reyndar ekki allir sammála þessu. Ég þekki fólk sem andvarpar í hvert sinn sem eitthvað yfirskilvitlegt gerist í spennubókum eða spennumyndum. Þetta er jarðbundna fólkið sem skilur ekkert nema það sem það getur þreifað á. Ég gef ekki mikið fyrir svoleiðis skilning.

Ég vonast eftir enn meiri draugagangi í næsta þætti. Þeim fyrsta lauk þannig að maður vissi ekki hvað var að gerast. Ég hef reyndar horft á nokkra framhaldsþætti sem eru þannig að maður veit aldrei hvað er að gerast en heldur samt áfram að horfa og situr svo eftir mjög ringlaður. Kannski er þetta einn af þessum þáttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi