fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Alltaf góð á skjánum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 3. ágúst 2016 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir hefur lengi verið á skjánum og sagt okkur fréttir. Hún er fyrir löngu orðin heimilisvinur. Hún hefur traustvekjandi fas og framkomu og er alltaf yfirveguð og viðkunnanleg. Það er aldrei asi á henni og hún fer aldrei á taugum. Hún er fagmaður fram í fingurgóma og á réttum stað í sjónvarpi. Það skiptir máli hver segir manni fréttir. Maður vill að fréttaþulurinn hafi skýra framsögn, sé hæfilega brosmildur þegar góðar fréttir eru sagðar og sýni virðulega stillingu þegar hann segir þær slæmu. Allt þetta kann Jóhanna Vigdís.

Á dögunum tók Jóhanna Vigdís sjónvarpsviðtal við fráfarandi forseta, Ólaf Ragnar Grímsson, og sýndi þar alla styrkleika sína. Hún var ekki að trana sjálfri sér fram (nokkuð sem jafnvel færasta sjónvarpsfólk gerir stundum of mikið af), hún var kurteis en um leið ákveðin og spurði spurninga sem við vildum fá svör við. Ólafur Ragnar kann náttúrlega manna best að eiga sviðsljósið í viðtölum og einhverjir fjölmiðlamenn hefðu reynt að keppa við hann þar og ögrað honum og jafnvel sýnt vott af dónaskap. Sem betur fer gerði Jóhanna Vigdís það ekki. Kvöldið eftir tók hún síðan fínt viðtal við nýjan forseta, Guðna Th. Jóhannesson, mann sem virðist ekki fæddur fyrir sviðsljósið á sama hátt og Ólafur Ragnar. Jóhanna Vigdís er einmitt rétta manneskjan til að taka viðtöl eins og þessi. Í bæði skiptin fannst manni maður kynnast betur persónunum á bak við þetta virðulega embætti og þar fara greinilega tveir afar ólíkir menn.

Jóhanna Vigdís er fullkomin á skjánum. Maður veltir því fyrir sér hvort hún sé líka svona frábær í daglegu lífi. Ekki kæmi á óvart að svo væri. Allavega kann hún að elda – og það eru meðmæli með hverri manneskju. Hún er höfundur matreiðslubóka og þær uppskriftir eru skotheldar. Það veit ég því ég hef prófað þær. Jóhanna Vigdís sá fyrir einhverjum árum um matreiðsluþætti á RÚV. Það mætti alveg framleiða nýja matreiðsluþætti með Jóhönnu Vigdísi. Það myndu örugglega margir horfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi