fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Gleðigjafinn Miranda

RÚV má ekki hætta sýningum á þessum fyndnu þáttum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 30. júlí 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miranda Hart hefur haldið uppi fjörinu á RÚV á föstudagskvöldum í gamanþáttunum Miranda, en nú er komið að síðasta þætti í fyrstu þáttaröðinni. Þá er að biðla til dagskrárstjóra erlendrar dagskrár að kaupa næstu þáttaröð. Þættirnir geta varla verið svo dýrir að það sé ekki hægt. Miranda er skemmtun sem við megum ekki missa af. Það eru ár og dagar síðan jafn fyndinn þáttur hefur verið á dagskrá.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að heimurinn er hættulegur staður og það svo mjög að stundum fyllist maður vonleysi og glatar trú á mannkynið. Þá er reyndar gott ráð að hlusta á Mozart sem getur læknað flest mein. En svo er líka gott að hlæja og Miranda fær mann til að hlæja upphátt og það margsinnis. Við þurfum á gleði að halda.

Endursýningar hafa verið afar áberandi á RÚV. Ekki skal kvartað óskaplega yfir því, en stundum finnst manni samt að það sé ekkert í sjónvarpinu nema eitthvað sem maður hefur séð áður. En þá hefur maður getað hugsað með sér: Miranda er á föstudaginn – og þannig vill maður geta hugsað áfram. Svona í framhjáhlaupi er rétt að fagna endursýningum á Fawlty Towers með snillingnum John Cleese – klassískir þættir sem alltaf er hægt að horfa á.

Leikkonan Miranda Hart er sannkallaður gleðigjafi og kemur alltaf á óvart með furðulegum viðbrögðum sínum. Galgopahúmorinn er beinlínis smitandi. Leikkonan er sjálf handritshöfundur þáttanna og hugmyndaflug hennar virðist óþrjótandi. Miranda Hart er líka öðruvísi, eins og hún gerir sér sjálf grein fyrir og nýtir sér í túlkun á persónu sem er klunnaleg og klaufaleg (nokkuð sem getur kallað á meinlegar athugasemdir illa innrætts fólks) en er um leið áhugaverð og sjarmerandi á sinn sérstaka hátt. Miranda sýnir okkur að það er í góðu lagi að vera öðruvísi en aðrir því þannig verður viðkomandi jafnvel áhugaverðasta manneskjan á mannamótum.

RÚV má ekki afneita Miröndu. Góði dagskrárstjóri, festu snarlega kaup á næstu þáttaröð og við munum hugsa hlýlega til þín!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi