fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Aniston heillaði unga fólkið

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 28. júlí 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Aniston fékk heiðursverðlaun á Giffoni kvikmyndahátíðinni á Ítalíu. Hátíðin er stærsta kvikmyndahátíð í Evrópu sem haldin er fyrir ungmenni. Aniston sat fyrir svörum og olli ungum aðdáendum sínum ekki vonbrigðum. Hún hvatti ungt fólk til að skrifa kvikmyndahandrit þar sem konur væru fyrirferðarmiklar. Hún gagnrýndi hversu upptekið fólk væri á netmiðlum og sagði að nauðsynlegt væri að taka sér frí frá þessum miðlum og tala saman. Aniston tók svo harða afstöðu gegn einelti og vandaði nettröllunum alræmdu ekki kveðjurnar: „Þeir eru huglausir og nafnlausir og fela sig á bak við tölvurnar sínar.“

Aniston sást fella tár þegar ung stúlka spurði feimnislega hvort hún vaknaði stundum á morgnana og vissi ekki hver hún væri. Leikkonan sagði að það hefði oft hent sig. Allir upplifðu einhvern tímann vanlíðan og fyndist að þeir gætu ekki tekist á við erfiðleikana sem þeir stæðu frammi fyrir. Hún sagði að frægt fólk upplifði þetta að sjálfsögðu einnig því það væri bara eins og annað fólk.

Leikkonan þótti standa sig frábærlega, var einlæg og hlýleg í viðmóti, og heillaði unga fólkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“