fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Öflugur fjölmiðlamaður

Þorbjörn Þórðarson stendur sig vel

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 21. júlí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörn Þórðarson á Stöð 2 er með öflugri fjölmiðlamönnum. Hann er stöðugt á vaktinni og alltaf jafn áhugasamur. Það er allt of algengt að fólk kvarti undan því að leiðinlegt sé í vinnunni, auk þess sem álagið sé of mikið. Þetta mædda fólk kemur því vel til skila að helst vilji það vera einhvers staðar annars staðar en í vinnunni. Þetta á ekki við um Þorbjörn. Honum finnst greinilega mjög gaman í vinnunni og nýtur þess að vera á vettvangi. Áhugi hans er oft smitandi. Það er ekki annað hægt en að hrífast með þeim sem eru að fást við það sem þeir hafa unun af að gera. Þess vegna kemst maður ekki hjá því að taka eftir fjölmiðlamanni sem kann svona líka ljómandi vel við sig í starfi.

Þorbjörn er áberandi í fréttatímum Stöðvar 2 en hefur einnig flutt fréttir á Bylgjunni og nú í sumar hefur hann verið meðal umsjónarmanna morgunútvarps Bylgjunnar. Ekki er nú alltaf svo að þeir sem njóta sín í sjónvarpi séu jafnframt góðir útvarpsmenn en Þorbjörn sameinar þetta tvennt afar vel. Í útvarpi skipta raddir máli og Þorbjörn hefur góða útvarpsrödd. Hann mætir vel undirbúinn til leiks, hefur áhuga á því máli sem er til umfjöllunar hverju sinni og þegar hann tekur viðtöl er hann ekki með þann derring sem einstaka fréttamenn telja árangursríkan en er yfirleitt bara þreytandi. Þorbjörn á svo til að sýna viðkvæmni og hlýju sem fer öllum manneskjum vel.

Stundum er eins og Þorbjörn sé aldrei í fríi, hann er í fréttatíma Stöðvar 2 og Bylgjunnar og mætir svo eldsnemma í morgunútvarpið, glaðbeittur að vanda. Við sem erum morgunúrill og getum ekki leynt því hljótum að dást að því fólki sem er komið í vinnuham svo snemma. Þorbjörn er þar á meðal. Hann er að standa sig vel. Við sendum honum góðar kveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað