fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Gleðilegir endurfundir

Heilsað upp á Bráðavaktina

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 10. júlí 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf notalegt að hitta aftur gamla sjónvarpsvini. Eins og svo margir man ég eftir Bráðavaktinni (ER) þótt ég hafi á þeim tíma ekki verið í hópi einlægustu aðdáenda. Áhorf mitt á þættina var stopult en mér líkaði samt það litla sem ég sá. Nú, mörgum árum síðar, er ég orðin dyggur aðdáandi þáttanna. Ég fékk þættina lánaða og ákvað að byrja að horfa, eiginlega bara vegna þess að mig langaði til að sjá ungan George Clooney. Ég er reyndar ekki frá því að hann sé enn fallegri í dag en hann var þá, aldur og þroski færa sumum aukinn sjarma. Mér finnst það eiga við hann.

Í Bráðavaktinni er Clooney í hlutverki barnalæknisins og hins sjarmerandi kvennabósa Ross. Hann er þjáð sál, hefur ekki fundið innri ró og virðist stundum leggja upp úr því að koma sjálfum sér í vandræði. En hann er barngóður sem er kostur á hverri einustu manneskju. Innst inni þráir Ross sanna ást og ég geri mér vonir um að hann finni hana með hjúkrunarkonunni Carol. Það er greinilegt að þau elska hvort annað þótt þau reyni að afneita því.

Þetta eru þættirnir sem gerðu Clooney frægan enda sér maður hvernig hann verður æ meira áberandi þegar líða tekur á. Í einum þætti sem ég horfði á nýlega bjargað Clooney dreng sem hafði lent í sjálfheldu og átti á hættu að drukkna. Ef það er einhver ein persóna sem maður vill að bjargi manni úr lífsháska þá er það George Clooney. Clooney er verulega góður í hlutverki sínu. Reyndar standa allir leikararnir sig vel en bestur er þó sennilega Anthony Edwards sem læknirinn Mark Greene sem berst við erfiðleika í einkalífi. Hann er afskaplega góður maður en alltaf fremur dapur á svip. Ég hef vaxandi áhyggjur af honum.

Ég er ekki komin langt í áhorfinu, er að horfa á aðra þáttaröð en samtals eru þær fimmtán. George Clooney kvaddi eftir fimmtu þáttaröð til að verða heimsfrægur og moldríkur. Ég mun allavega horfa á þessar fimm þáttaraðir því ekki vil ég segja bless við Clooney fyrr en nauðsynlegt er.

Bráðavaktin gerði stormandi lukku á sínum tíma. Enginn sjónvarpsþáttur mun hafa fengið fleiri verðlaunatilnefningar en Bráðavaktin en þátturinn vann samtals til 116 verðlauna. Þegar maður horfir á þættina skilur maður þessar vinsældir fullkomlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað