fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fókus

Þegar Ryan Gosling varð fyndinn

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 6. júlí 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin á að gerast á 8. áratugnum en minnir stundum frekar á þann 9. þegar svokallaðar „buddy cop“ myndir voru allsráðandi. Hetjurnar okkar eru reyndar ekki löggur heldur einkaspæjarar, annars vegar Russell Crowe, krúttlegi morðinginn sem táningsstelpa talar ofan af að drepa varnarlaust fólk, og hinn drykkfelldi einstæði faðir Ryan Gosling, sem reynist mun betri gamanleikari en búist var við.

Plottið er mikið samsæri eins og vera ber, þar sem bæði klámmyndaleikarar og bílaframleiðendur koma við sögu, mátuleg „seventís“ taugaveiklun sem á ekki síður rétt á sér eftir Volkswagen-skandalinn. Og hvers vegna erum við ekki komin með rafmagnsbíla enn?

Það er fyrst og fremst húmorinn sem ber myndina uppi.

Crowe, orðinn feitur og miðaldra, er með rétta útlitið til að vera handrukkari og er eins og staddur í framhaldi af LA Confidential. Í Los Angeles 20 árum síðar hefur gullaldar-Hollywood vikið fyrir Jaws 2 eða klámmyndum þar sem söguþráðurinn skiptir þó enn einhverju máli. Og jafnvel Kim Basinger bregður fyrir.

Það er þó fyrst og fremst húmorinn sem ber myndina uppi. Endursköpun tímabilsins er einnig skemmtileg, eins og með flestar slíkar myndir dalar hún þó nokkuð í seinni helmingi þegar hún verður að hefðbundnari hasarmynd. Hér hefði mátt taka samsærið lengra og breyta henni í alvöru „noir“ eða þá halda gríninu gangandi. Og manni finnst stundum sem maður hafi séð það besta í stiklunni, sem er farið að verða til vandræða þessa dagana. Eigi að síður er meiri kraftur á ferðinni en oft í álíka myndum, og henni tekst reglulega að koma á óvart. Maður gleðst af minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – Hefur blokkað yfir 850 manns á miðlinum

Vikan á Instagram – Hefur blokkað yfir 850 manns á miðlinum