Þættir Baltasars í hópi með Game of Thrones og Better Call Saul
Breska blaðið Guardian setur íslensku sakamálaseríuna Ófærð í hóp bestu sjónvarpsþátta ársins. Í lista sem Guardian birti á vef sínum eru bestu þættir fyrri hluta ársins 2016 tíundaðir og er Ófærð þar í flokki með gríðarlega vinsælum sjónvarpsþáttaseríum.
Ófærð er sem kunnugt er úr smiðju Baltasars Kormáks og fóru þau Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson með helstu hlutverk.
Í umsögn um þættina, sem heita Trapped á ensku, segir að Ófærð sæki innblástur til sakamálaþátta á Norðurlöndunum en þættirnir njóti samt ákveðinnar sérstöðu og mikið sé lagt upp úr umhverfinu og íslenskri náttúru.
Hér má sjá lista Guardian í heild sinni
Sem fyrr segir eru fjölmargir þekktar sjónvarpsþáttaraðir á listanum. Má þar nefna Game of Thrones, Better Call Saul, The Americans, Peaky Blinders og American Crime Story: The People vs. O.J Simpson