fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Fótboltafár

Leikur Íslands og Portúgals var sýndur á risaskjá á stútfullu Ingólfstorgi

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 19. júní 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ríkir fótboltafár á Íslandi. Jafnvel örgustu anarkistar syngja með þjóðsöngnum og heitir anti-sportistar hafa hrifist með baráttu lítilmagnans. Fyrir okkur sem komumst ekki til Frakklands er næstbesti kosturinn að horfa á leiki landsliðsins á Ingólfstorgi, sem hefur verið „re-brandað“ EM-Stofan® með risaskjá, garðbekkjum, gervigrasi, útikömrum og pappamyndum af landsliðshetjunum.

Strax tveimur tímum fyrir leik Íslands gegn Portúgal var orðið fjölmennt á torginu. Andrúmsloftið varð sífellt rafmagnaðra eftir því sem styttist í upphafsflautið. Karlakór stýrði söng á Ferðalokum Óðins Valdimarssonar. Ég reyndi að telja mér trú um að þetta væri ekki illkynja þjóðrembingur og söng með.

Þegar leikurinn hófst voru þeir sem höfðu setið á gervigrasinu staðnir upp og þá komu í ljós örlitlir vankantar á skipulagi EM-torgsins. Risaskjárinn er alls ekki nógu ofarlega. Lágvaxnir áttu því í mestu vandræðum með að sjá á milli höfða hinna hærri. Það myndi varla kosta mikið að hækka skjáinn um metra eða tvo. Raunar er líka undarlegt að hafa skjáinn innarlega á djúpu sviði með plastjaldi og auglýsingum á hliðunum sem takmaka mögulegar sjónlínur.

Svo hófst leikurinn – ég hef sjaldan upplifað lengri 90 mínútur. Gæsahúðin myndaðist strax þegar liðið stóð í göngunum, Aron Einar gegn Ronaldo. Taugaspennan var áþreifanleg. Þegar Portúgalar sprengdu upp vörn Íslands og skoruðu var eins og fargi væri af fólki létt. Ömurleg vonbrigði, en það var eins og fólk kæmi aftur til sjálfs sín og hugsaði: „Já, það voru draumórar að halda að við ættum séns.“

En allt er hægt með samheldni og skipulag að vopni. Þegar Birkir Bjarnason jafnaði metin varð stemningin alsælukennd. Nokkur hundruð manneskjur – litlar, stórar, konur, karlar, dökkar, ljósar, standandi og í hjólastól, fæddar á Íslandi, innfluttar eða á ferðalagi – trylltust allar úr fögnuði. Golíat hafði orðið fyrir steini. Samlíðanin með öllum þeim sem voru á torginu var ótrúleg, en líka þeim sem voru á vellinum sjálfum. Þegar flautað var til leiksloka hoppaði fólk um í sannri kaótískri gleðivímu, söng, dansaði og hrópaði.

Því miður tók sjónvarpsmaðurinn Svali upp á því að fara að reyna að leikstýra gleðinni og hvetja fólk til að missa sig og dansa þegar það kæmi loks í beina útsendingu í sjónvarpi Símans. Það hefði hins vegar þveröfug áhrif. Hann hafði haldið að fólk væri á torginu til að fá að birtast á skjánum, en við vorum þar til að upplifa leikgleðina í sameiningu. Hverjum var ekki sama hvernig hann liti út í sjónvarpi – liðið okkar var að vinna stórafrek!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum