fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fókus

Þegar Xavier missti hárið

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 15. júní 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

X-Men hafa alltaf verið dálítið óhefðbundnar ofurhetjur og myndirnar því óhefðbundnar ofurhetjumyndir. Í stað þess að vera stanslaust að sprengja borgir var flakkað um í tíma og rúmi, og jafnvel skúrkarnir voru merkilega margvíðir. Nú erum við hins vegar á kunnuglegri slóðum, vondi karlinn er afar vondur og leggur hálfan heiminn í rúst og hetjurnar láta það lítið á sig fá þótt milljónir farist.

20 ár eru liðin síðan X-Men voru staddir í Kúbudeilunni og fólk hefur elst mismikið og er það ekki bara ofurkröftum að þakka, Fassbender á bara 17 ár eftir til að verða að Ian McKellen. Sögulega víddin er skemmtileg, árið er 1983, Magneto er orðinn stálverkamaður í Póllandi en mynd af Reagan prýðir höfuðstöðvar FBI.

Því miður er lítið unnið með þetta. Þess í stað er skúrkurinn genginn aftur frá Egyptalandi og útrýmir kjarnorkuvopnum til að leggja síðan heiminn í rúst. Tómas Lemarquis bregður fyrir, hann er kannski ekki eini ofurskúrkur Íslands en sá fyrsti á hvíta tjaldinu.

Magneto er auðveldlega fyrirgefin fjöldamorðsárátta sín og dansarinn Jackman verður stöðugt minna sannfærandi sem Wolverine. Avengers drápu sinn Quicksilver en hér fær hann stærra hlutverk, og þó finnst manni maður hafa séð þetta allt áður. Myndin minnir mann fyrst og fremst á hvað Days of Future Past var góð, og þótt megi hafa gaman af sjónarspilinu hér er myndin á allan hátt alveg dæmigerð ofurhetjumynd. Ofuráhersla er lögð á nánast almáttugt fólk sem tekst á með hugarorku sem er lítið gaman til lengdar. Vonandi fær Tómas að verða aðalvondikarlinn í næstu mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kornið sem fyllti mælinn hjá Garðari: Hvatti fólk til að taka smálán og yfirdrátt – Sjáðu myndbandið

Kornið sem fyllti mælinn hjá Garðari: Hvatti fólk til að taka smálán og yfirdrátt – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye bað Jay-Z afsökunar – Spurði síðan mjög óviðeigandi spurningar um Beyoncé

Kanye bað Jay-Z afsökunar – Spurði síðan mjög óviðeigandi spurningar um Beyoncé
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekktur leikari greindur með alvarlegan sjúkdóm

Þekktur leikari greindur með alvarlegan sjúkdóm
Fókus
Fyrir 5 dögum

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“