fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

Óborganlega fyndin

Gamanþættirnir Miranda gleðja svo sannarlega

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 1. júní 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið gleðiefni að RÚV skuli sýna bresku gamanþættina Miranda með Miröndu Hart í aðalhlutverki. Þættirnir hlutu mikið og verðskuldað lof í Bretlandi, hafa hlotið verðlaun, þar á meðal hefur Miranda Hart fengið verðlaun fyrir leik sinn og auk þess hafa tilnefningar til verðlauna verið ótalmargar.

Þættirnir eru skrifaðir af hinni hæfileikaríku Miröndu Hart en hún er ein þekktasta og vinsælasta gamanleikkona Breta. Hún leikur Miröndu, sem er afar klaufaleg í samskiptum og grípur oft til lygi til að bjarga sér úr aðstæðum eða til að fegra sinn hlut. Í fyrsta þættinum sagði hún manninum, sem hún er hugfangin af, að hún væri ekkja og hefði misst börn sín í skemmtiferð á Everest en þau hefðu neitað að klæða sig í hlýjan fatnað og því frosið í hel. Þetta var óborganlegt atriði og ég hló svo mikið, og bæði hátt og lengi, að ég óttaðist mest að valda nágrönnunum ónæði.

Það er misjafnt hvað fólki finnst fyndið en þessi fyrsti þáttur af Miröndu var drepfyndinn og sneisafullur af óvæntum uppákomum sem voru flestar vandræðalegar fyrir aðalpersónuna. Þarna voru minnisstæðar aukapersónur, eins og móðirin sem vill umfram allt koma dóttur sinni í örugga höfn hjónabandsins. Gamlar skólasystur Miröndu voru líka hæfilega óþolandi, hugmyndasljóar og ófrumlegar – nokkuð sem Miranda er ekki.

Sé að marka þennan fyrsta þátt þá verða föstudagskvöldin með Miröndu unaðslega skemmtileg. Það er svo gaman að hlæja upphátt, nokkuð sem gerist alltof sjaldan. Skemmtilegt fólk er mikið yndi og maður á að hafa það í hávegum. Miranda Hart er mín kona. Hún á skilið öll verðlaun sem hægt er að fá fyrir það eitt að vera svona skemmtileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“
Fókus
Í gær

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba