fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Lafði Cora í rokkhljómsveit

Vinnur að handriti ásamt Julian Fellowes

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 29. maí 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Ellizabeth McGovern lék lafði Coru Grantham í Downton Abbey við miklar vinsældir. Leikkonan er 54 ára og hefur í tíu ár verið söngkona í rokkhljómsveitinni Sadie and the Hotheads. Hljómsveitin vakti framan af litla athygli en þegar leikkonan tók að sér hlutverk lafði Coru í Downton Abbey fór áhugi á hljómsveitinni að vakna. Nú er plata á leiðinni.

Leikkonan er að leika á sviði í London, nánar tiltekið í leikritinu Sunset at the Villa Thalia sem gerist á Grikklandi skömmu fyrir valdarán hersins. McGovern er einnig að vinna að handriti ásamt Julian Fellowes, sem er höfundur Downton Abbey. Sagan sem þau vinna að fjallar um eina af stjörnum þöglu myndanna, Louise Brooks.

Mc Govern var á sínum yngri árum trúlofuð Sean Penn í stuttan tíma. Hún hefur í tuttugu ár verið gift breska leikstjóranum Simon Curtis. Þau búa í Bretlandi og eiga tvær dætur.

Þess má geta að leikarinn Hugh Bonneville, sem lék eiginmann hennar, Grantham lávarð, í Downton Abbey lék nýlega á sviði og fór með aðalhlutverkið í Þjóðníðingi Ibsens. Gagnrýnendur hafa hlaðið hann lofi fyrir frammistöðu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu beinar útsendingar í gegnum tv.garden

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu beinar útsendingar í gegnum tv.garden