fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Íslenskar konur munu víst bjarga heiminum

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 29. maí 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum finnst manni sem Michael Moore sé Van Helsing W. Bush-áranna, aðgerðarlaus vampírubani þegar vampíran er komin á eftirlaun. En með framboði Trump er kannski kominn tími á hann aftur. Því hann hefur enn margt að segja.

Trump er hér fjarverandi, enda er áherslan á Evrópu. Og þannig fáum við þjóðfélagsgagnrýni sem er bæði uppbyggileg og jákvæð. Og kemst líka að þeirri niðurstöðu að Ísland sé í raun best í heimi.

Maður er alltént feginn að vera ekki Bandaríkjamaður, með ekkert sumarfrí eða fæðingarorlof og rándýrt heilbrigðiskerfi.

Líklega er myndin sem hann sýnir af gömlu álfunni heldur mikil glansmynd. Ef Ítalir eru alltaf svona fullnægðir, hvers vegna er fæðingartíðnin svona lág? Og ef það er svona mikil áhersla á félagsþroska í finnskum skólum, hvers vegna segja þeir þá aldrei neitt?

Margt er þó fróðlegt í myndinni. Líklega fitna Frakkar ekki vegna þess að þeir fá þriggja rétta lúxusmáltíðir á hverjum degi í skólanum og sjá því engan tilgang með skyndibitamat. Að sjálfsögðu getur Moore ekki farið til Þýskalands án þess að minnast á nasismann, en klykkir út með að Bandaríkin ættu að minnast sinnar eigin sögu frumbyggjamorða og þrælahalds á sama hátt.

Þegar hann kemur til Íslands fáum við að sjálfsögðu að heyra að hér voru allir bankamenn settir í fangelsi, síðan er viðtal við Viggu dýrling og þá „montage“ af íslenskum konum sem hann telur þær manneskjur sem líklegastar séu til að bjarga heiminum. Dálítið yfirgengilegt en gullfallegt um leið. Maður er alltént feginn að vera ekki Bandaríkjamaður, með ekkert sumarfrí eða fæðingarorlof og rándýrt heilbrigðiskerfi, en þó endar myndin á raunverulegri von um betri framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað