fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Leikstjóri The Exorcist trúir á andsetu – segist hafa kvikmyndað særingu á dögunum

„Ég held ég verði aldrei samur eftir að hafa orðið vitni að þessu“

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 21. maí 2016 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held ég verði aldrei samur eftir að hafa orðið vitni að þessu,“ segir bandaríski leikstjórinn William Friedkin sem er einna best þekktur fyrir að leikstýra einni hryllilegstu mynd kvikmyndasögunnar, The Exorcist, sem kom út árið 1973.

William, sem er orðinn 80 ára, er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes þessa dagana og hann gaf sér tíma til að ræða við fjölmiðla. Margt athyglisvert kom upp úr krafsinu og segist Friedkin trúa því staðfastlega að fólk geti orðið andsetið.

Friedkin sagði að það sem hafi styrkt hann í þeirri trú sé atvik sem hann upplifði fyrir skemmstu. Friedkin segir að særingarmaður Vatíkansins í Róm hafi haft samband við hann og boðið honum að vera viðstaddur særingu. „Mér var boðið til að taka særinguna upp og það sem ég sá er eitthvað sem fáir hafa séð eða tekið myndir af.“

Vatíkanið hefur staðfastlega neitað því að menn þar á bæ hafi boðið Friedkin að vera viðstaddur særingu. Og Vatíkanið þvertekur einnig fyrir það að hafa særingarmann á sínum snærum þó Frans páfi hafi æarið 2014 lagt blessum sína á aðferðir svokallaðra særingarmanna. Sagði talsmaður Vatíkansins að mögulega hefði Friedkin ruglast í ríminu því til séu kaþólskar kirkjur sem hafi særingarmenn á sínum snærum eða stunda særingar.

Hvað sem því líður sagðist Friedkin hafa orðið vitni að einni slíkri fyrir skemmstu, en ekki liggur fyrir hvað gert verður við myndefnið sem Friedkin segist hafa náð.

Kvikmyndin The Exorcist er ein hryllilegasta hrollvekja kvikmyndasögunnar. Atriði í henni þóttu svo raunveruleg á sínum tíma að fólki stóð ekki á sama og þurfti frá að hverfa á sýningum myndarinnar. Myndin er byggð á sögu William Peter Blatty sem kom út árið 1971. Bókin sagði frá bandarískum unglingi, Roland að nafni, sem sagður er hafa verið andsetinn um miðja síðustu öld.

Friedkin sagðist hafa kynnt sér gögn málsins vandlega og lesið skýrslur lækna og hjúkrunarfræðinga um ástand piltsins. Hann segist enn þann dag í dag trúa því að Roland hafi verið andsetinn. Það sem hann segist hafa orðið vitni að með særingarmanni Vatíkansins hafi komið heim og saman við lýsingarnar á ástandi Rolands og annarra sem sagðir eru hafa verið andsetnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“