fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Rauður dagur í Moskvu

Hardcore Henry

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 30. apríl 2016 10:30

Hardcore Henry

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hve marga vegu er hægt að drepa mann? Þetta er rannsóknarspurningin sem virðist lagt upp með í Hardcore Henry. Áður en kreditlistanum lýkur er kominn nokkuð tæmandi úttekt og er þá myndin rétt að byrja.

Ilya Naishuller er þekktur í Rússlandi fyrir störf sín með hljómsveitinni Biting Elbows, og ekki síður fyrir fyrstu persónu myndböndin sem hann hefur gert á hennar vegum. Mynd þessi er að öllu leyti sýnd frá fyrstu persónu sjónarhóli. Þetta form virðist ætla að verða þreytandi í fyrstu, en gengur þó upp, ekki síst þar sem hasarnum linnir ekki fyrr en yfir lýkur.

Ofbeldið er svo yfirdrifið að það verður nánast kómískt á köflum. Upplifunin er eins og að horfa á einhvern spila tölvuleik, sem þarf ekki að vera svo slæmt, en gallinn er sá að myndin er harðbönnuð innan 16 ára og því er helsti markhópurinn útilokaður úr bíói. Hópur unglingspilta fékk ekki inngöngu þegar blaðamaður var viðstaddur.

Það er hægt að telja vísanirnar ef maður vill, siðblindi albínóinn, hálf-vélmenni í anda Robocop, skotbardagi í hóruhúsi, en orkan heldur þessu öllu gangandi. Tæknileg færni er nú víða orðin svo mikil að ekki þarf lengur að reiða sig á Hollywood fyrir afþreyingarmyndir af þessu tagi, og gaman að hafa Moskvu í stað bandarískra stórborga í bakgrunninum. Það er ágætis tilbreyting að fá rússneska hasarmynd í bíó, og nú er norsk stórslysamynd næst.

Vonandi verða ekki allar spennumyndir í framtíðinni undir svo augljósum áhrifum frá tölvuleikjum, en það er gaman að sjá þessa útfærslu svona einu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“