fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

Úr smiðju Nesbø

Hérnám er áhugaverður spennuþáttur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 15. apríl 2016 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáir komast með tærnar þar sem norski glæpasagnahöfundurinn Jo Nesbø hefur hælana. Nesbø er ekki vanur að bregðast þegar kemur að því að búa til áhugaverða sögu með eftirminnilegum persónum og skapa spennu. Hann er í algjörum sérflokki þegar kemur að glæpasagnahöfundum Evrópu. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem maður settist fyrir framan sjónvarpið síðastliðið þriðjudagskvöld til að fylgjast með norska spennuþættinum Hernám en Nesbø er hugmyndasmiður þáttanna og það eitt og sér hljóta að teljast meðmæli. Þættirnir eru tíu og eigi að marka fyrsta þátt þá er hér afbragðsefni á ferð.

Hugmyndin er sannarlega góð. Noregur hættir olíu- og gasframleiðslu úr Norðursjónum í verndunarskyni en Rússar reyna að neyða Norðmenn til að hefja vinnslu að nýju. Þar svífast Rússarnir einskis og eru greinilega í miklu stuði. Í fyrsta þætti rændu þeir norska forsætisráðherranum en skiluðu honum aftur eftir að hafa hótað honum. Lögreglumaður, sem heitir því fallega nafni Djupvik, kemur forsætisráðherranum til hjálpar. Blaðamaður finnur lykt af stórfrétt og reynir að komast á sporið en gengur illa.

Þáttur sem byrjar svona vel getur varla klikkað. Þetta mun vera dýrasti sjónvarpsþáttur sem Norðmenn hafa framleitt þannig að mikið er í hann lagt. Hann hefur verið seldur til fjölmargra landa. Ekki veit ég hvort hann hefur verið seldur til Rússlands, finnst það reyndar ólíklegt miðað við að Rússarnir eru þar vondu mennirnir. Rússneski forsetinn í fyrsta þættinum minnti mjög á Pútín og virtist sannarlega ekki vera neinn gæðagæi.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni í Hernámi. Spennan er örugglega bara rétt að byrja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í gegnum tvö gjaldþrot en lifir nú draumalífi

Fór í gegnum tvö gjaldþrot en lifir nú draumalífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir segir flesta lenda í því sama þegar þeir hætta á Ozempic – Aðeins ein lausn

Læknir segir flesta lenda í því sama þegar þeir hætta á Ozempic – Aðeins ein lausn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir varar við athæfi kynlífsóðu klámstjörnunnar – Hættulega langar samfarir

Læknir varar við athæfi kynlífsóðu klámstjörnunnar – Hættulega langar samfarir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús Scheving lýsir skelfilegum aðstæðum í æsku – Þurfti fjögurra ára gamall að grípa inn í – „Hvað get ég núna gert?“

Magnús Scheving lýsir skelfilegum aðstæðum í æsku – Þurfti fjögurra ára gamall að grípa inn í – „Hvað get ég núna gert?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spurningin sem ræður úrslitum um hvort gaurinn kemst á næsta stefnumót með Oliviu –  „Stærsta rauða flaggið“

Spurningin sem ræður úrslitum um hvort gaurinn kemst á næsta stefnumót með Oliviu –  „Stærsta rauða flaggið“