fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fókus

Brillerað á skjánum

RÚV stóð vaktina á miklum ólgudegi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 8. apríl 2016 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn þriðjudagur var mikill ólgudagur í íslenskri pólitík, eins og varla þarf að rifja upp. Ástæða er til að hrósa RÚV alveg sérstaklega en þar stóðu menn vaktina af mikilli staðfestu, hófu sjónvarpsútsendingar um hádegi og þær stóðu langt fram eftir degi. Við sáum Ólaf Ragnar Grímsson brillera svo í beinni útsendingu á fréttamannafundi að fjölmörgum finnst að þaðan megi hann ekki hverfa. Jafnvel þeir sem hafa haft ama af búsetu hans á Bessastöðum gátu ekki annað en viðurkennt að þarna er alvöru töffari á ferð. Öryggisventillinn virkaði, sagði þingmaður sem hefur þó áður vikið köldum orðum að forsetanum. Já, Ólafur Ragnar var flottur!

Brilleraði í beinni útsendingu.
Flottur forseti Brilleraði í beinni útsendingu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í sjónvarpssal voru álitsgjafar og bar þar mest á Guðna Th. Jóhannessyni, doktor í sagnfræði, og Ragnhildi Helgadóttur lagaprófessor. Bæði voru þau frábær. Fyrirfram hefði ég átt erfitt með að ímynda mér að lagaprófessor gæti verið líflegur í sjónvarpsviðtali en ég veit greinilega lítið um lagaprófessora því Ragnhildur kom verulega á óvart. Hún hefur sterkan og sérstakan persónuleika, er málefnaleg og miðlar fróðleik á afar skemmtilegan hátt. Maður lagði sannarlega við hlustir. Svona kona á að vera í sjónvarpi.

Bæði skemmtileg og málefnaleg.
Ragnhildur Helgadóttir Bæði skemmtileg og málefnaleg.

Mynd: © Gigja Einarsdottir 2015

Guðni Th. er náttúrlega mikið yndi, er afar fróður og óhræddur við að slá á létta strengi. RÚV virðist hafa fengið mikið dálæti á sagnfræðiprófessornum sem var einnig gestur þar kvöldið eftir og hafði ekkert látið á sjá. Ég gæti horft á Guðna á hverju kvöldi og er sannfærð um að fjölmargir eru á sama máli. Þarna voru tveir álitsgjafar sem höfðu mikið fram að færa, hafa sjónvarpssjarma og eru skemmtilegir. Við verðum að sjá meira af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést