fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

Drepfyndin Anna Svava

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 30. mars 2016 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gott að hlæja upphátt og alveg örugglega hollt. Maður fagnar hverjum þeim sem fær mann til hlæja, slíkar manneskjur eru sannir gleðigjafar. Anna Svava Knútsdóttir er slíkur gleðigjafi.

Nýja gamanþáttaröðin Ligeglad með Önnu Svövu sem RÚV hefur hafið sýningar á er þáttur sem kom manni í gott skap strax á fyrstu mínútunum. Anna Svava er einfaldlega drepfyndin í hlutverki hins sjálfhverfa uppistandara sem heldur til Danmerkur í ævintýraleit. Í þessum fyrsta þætti skaut hún í allar áttir, gerði grín að frægum Íslendingum og andvarpaði yfir því hversu erfitt væri að vera á Íslandi. Allt var þetta gert á svo skemmtilegan, beittan og frumlegan hátt að maður hló hvað eftir annað.

Anna Svava var stjarna þáttarins en aðrir leikarar stóðu sig með mikilli prýði. Vignir Rafn Valþórsson var mjög góður sem seinheppni listamaðurinn sem var á bótum bæði í Danmörku og á Íslandi. Helgi Björnsson var einnig verulega fyndinn sem hinn sjálfhverfi söngvari Helgi Björns. Það eru örugglega ekki allir sem náð hafa árangri í starfi sínu sem eru tilbúnir að gera stólpagrín að sjálfum sér en Helgi var sannarlega tilbúinn til þess og á hrós skilið fyrir frammistöðu sína.

Íslendingum hefur ekki alltaf tekist vel upp í gerð gamanþátta, en þarna small allt saman. Handritið var mjög fyndið og einkenndist af hugmyndaríki og talsverðri ósvífni. Leikur allra sem við sögu komu var síðan mjög góður.

Þessi fyrsti þáttur var svo vel heppnaður að það er ekki annað hægt en að hlakka til næstu fimm þátta. Svona eiga gamanþættir að vera!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólétt Gypsy Rose afhjúpar niðurstöður faðernisprófs eftir miklar vangaveltur

Ólétt Gypsy Rose afhjúpar niðurstöður faðernisprófs eftir miklar vangaveltur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir varar við athæfi kynlífsóðu klámstjörnunnar – Hættulega langar samfarir

Læknir varar við athæfi kynlífsóðu klámstjörnunnar – Hættulega langar samfarir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný negla frá Sveindísi Jane

Ný negla frá Sveindísi Jane
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spurningin sem ræður úrslitum um hvort gaurinn kemst á næsta stefnumót með Oliviu –  „Stærsta rauða flaggið“

Spurningin sem ræður úrslitum um hvort gaurinn kemst á næsta stefnumót með Oliviu –  „Stærsta rauða flaggið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Jólin eru ekki komin fyrr en ég fæ karamellutússuna mína“ – Skilur þú hvað Jógvan er að segja?

„Jólin eru ekki komin fyrr en ég fæ karamellutússuna mína“ – Skilur þú hvað Jógvan er að segja?