fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Frosti gekk út í hléi af Batman vs. Superman

Ben Affleck afleitur í hlutverki sínu sem Batman, að mati Frosta

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. mars 2016 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Batman vs. Superman: Dawn of Justice hefur fengið misjafna dóma. Sumir elska hana á meðan öðrum finnst hún leiðinleg.
Misjafnir dómar Batman vs. Superman: Dawn of Justice hefur fengið misjafna dóma. Sumir elska hana á meðan öðrum finnst hún leiðinleg.

„Ég verð bara að segja alveg eins og er að ég gekk út af þessari mynd,“ segir Frosti Logason, útvarpsmaður á X-inu og þáttastjórnandi Harmageddon. Þeir Frosti og Máni skelltu sér í kvikmyndahús um helgina þar sem þeir sáu stórmyndina Batman vs. Superman: Dawn of Justice.

Misjafnir dómar

Óhætt er að segja að myndin hafi fengið misjafna dóma hjá kvikmyndagagnrýnendum og almenningi. Myndin er með einkunnina 7,4 á IMDB.com en aðeins 44/100 á vef Metacritic.

Myndin var til umfjöllunar í Harmageddon í dag, en Frosti sagðist hafa gengið út af myndinni í hléi, svo léleg var hún. „Ég var eiginlega genginn út áður en hléið skall á, en ég náði að tóra fram að hléi,“ sagði Frosti sem sagði að Ben Affleck, sem fer með hlutverk Batman í myndinni, valdi ekki hlutverkinu.

„Ben Affleck er handónýtur Batman. Mér finnst hann gjörsamlega óþolandi. Hann er líka leiðinlegur leikari yfir höfuð. Hann er ekki að valda þessu að mínu mati,“ sagði Frosti og bætti við að myndinni takist ekki að útskýra nógu vel hvers vegna grunnt sé á því góða á milli Batman og Superman. „Maður kaupir ekki alveg af hverju þeir eru óvnir,“ sagði Frosti.

Máni jákvæðari

Máni gaf myndinni jákvæðari umfjöllun en Frosti og sagði að Ben Affleck væri ágætur í hluverki sínu. „Mér fannst Ben Affleck vera fínn Batman. Það sem var að þessari mynd var Superman sem er glötuð ofurhetja. Hann er bara leiðinlegur,“ sagði Máni og bætti við að Frosti hefði misst af tilfinningakláminu sem gerði vart við sig eftir hlé. Myndin hefði þó skánað töluvert eftir hlé.

Samræður Frosta og Mána um myndina má heyra í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“