fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Óheft lífsgleði

Hraðfréttastrákarnir vekja alltaf viðbrögð

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 25. mars 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hraðfréttir eru í uppáhaldi hjá mér. Mér er reyndar sagt að samkvæmt aldri og stöðu eigi ég ekki alls ekki að vera í aðdáendahópi Hraðfrétta. Ég er það nú samt. Kannski vegna þess að ég hef gaman af ósvífnum húmor og uppátækjasömu fólki. Í Hraðfréttum veit maður aldrei almennilega á hverju maður á von. Umsjónarmennirnir Fannar og Benedikt eru nánast óútreiknanlegir, þótt ólíkir séu. Benedikt virkar settlegur og sýnist líklegur til að sjá um það að þátturinn fari ekki úr böndum, en svo koma aðrar stundir þegar hann virðist vera jafn mikið ólíkindatól og Fannar félagi hans. Fannar getur ekki setið kyrr og er á stöðugum þeytingi við að móðga fólk sem virðist njóta þess að láta misbjóða sér. Allir vilja láta sjá sig í þessum þætti og þangað koma jafn ólíkir persónuleikar og Katrín Jakobsdóttir og Kári Stefánsson sem mættu í síðasta þátt. Þetta er skemmtilegt sjónvarpsefni – svona alla jafna. Reyndar verður að hafa smá fyrirvara því fyndni þeirra félaga og samstarfsmanna, Gunnars Sigurðssonar og Steineyjar Skúladóttur, er ekki alltaf jafn vel heppnuð, en maður fyrirgefur það vegna góðu atriðanna sem eru svo mörg og fjölbreytileg.

Ég þekki marga sem mega ekki heyra minnst á Hraðfréttir án þess að fussa og sveia. Þeim finnst þátturinn ófyndinn og umsjónarmennirnir ófyrirgefanlega dónalegir. Þegar ég heyri þetta hugsa ég ósjálfrátt um viðkomandi: Æ, ósköp hafa árin gert þig fúllynda(n). Það er mikil óheft lífsgleði í húmornum í Hraðfréttum. Nokkuð sem er ástæða til að fagna. Við eigum ekki að vera úrill og nöldrandi, það er svo mikil tímaeyðsla. Við lifum ekki að eilífu og eigum því að horfa með gleði og tilhlökkun til næsta dags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég ætla ekki að dæma hvað er rétt eða rangt í þessu“ 

„Ég ætla ekki að dæma hvað er rétt eða rangt í þessu“ 
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég stundaði kynlíf með Bonnie Blue – Hún er allt öðruvísi þegar myndavélarnar hætta að rúlla“

„Ég stundaði kynlíf með Bonnie Blue – Hún er allt öðruvísi þegar myndavélarnar hætta að rúlla“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir það andlegt ofbeldi þegar talað er illa um hitt foreldrið – „Þetta eru bara svona tálmunartilburðir“

Segir það andlegt ofbeldi þegar talað er illa um hitt foreldrið – „Þetta eru bara svona tálmunartilburðir“