Stórstjörnur skína skært
Kvikmyndaáhugafólk á úr vöndu að ráða laugardagskvöldið fyrir páska, en þá keppast sjónvarpsstöðvarnar við að sýna gæðamyndir. Stöð 2 sýnir hina frumlegu Óskarsverðlaunamynd Birdman með Michael Keaton í aðalhlutverki. Afar sérstök mynd sem gaman er að horfa á. Á sama tíma er Whiplash sýnd á RÚV, en leikarinn J.K. Simmons sýnir þar magnaðan leik sem ósvífinn tónlistarkennari og fékk verðskulduð Óskarsverðlaun fyrir bestan leik karla í aukahlutverki. Skjár Einn sýnir um miðnætti hina ástsælu mynd Love Actually þar sem stórstjörnur skína skært. Þetta er mynd sem er í sérstöku uppáhaldi hjá fjölmörgum, enda allt í senn fyndin, hjartnæm og dramatísk.
Ljóst er að engum ætti að leiðast fyrir framan sjónvarpsskjáinn á laugardagskvöldið.