fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Útvíkka hugmyndir um starf hönnuðarins

Skordýra-prótínstykkið Jungle Bar

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 15. mars 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkustykkið Jungle Bar hlaut menningarverðlaun DV 2015 í flokki hönnunar.

Í rökstuðningi sínum sagði dómnefndin: „Orkustykkið Jungle Bar, sem meðal annars er búið til úr krybbum, er hugarfóstur þeirra Búa Bjarmars Aðalsteinssonar og Stefáns Atla Thoroddsen og Frosta Gnarr Jónssonar. Jungle Bar er meðal annars ætlað að vekja fólk á Vesturlöndum til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. Búi vakti áður athygli fyrir uppfinninguna „Fly factory“, vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð. Með þessum verkefnum segist hann vilja útvíkka hugmyndir um starf hönnuðarins. Það verkefni var, líkt og Jungle Bar, að einhverju leyti innblásið af lestri skýrslu FAO, landbúnaðararms Sameinuðu þjóðanna, um stöðu landbúnaðar í Evrópu. Öll þróunarvinna fyrir Jungle Bar var unnin á Íslandi, meðal annars með styrkjum frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Tækniþróunarsjóði og Startup Reykjavík.“

Þarf að breyta hugarfarinu

Jungle Bar er fyrsta afurðin frá matvælafyrirtækinu Crowbar Protein sem einbeitir sér að framleiðslu matvæla úr skordýrum. Búi Bjarmar og Stefán Atli stofnuðu Crowbar, en auk þeirra tekur Frosti Gnarr virkan þátt í fyrirtækinu. Rán Flygenring og Guðbjörg Tómasdóttir hönnuðu pakkningar og komu að gerð ímyndar Jungle Bar. Hinrik Carl Ellertsson kokkur hefur aðstoðað við að þróa bragðgóða blöndu úr skordýrunum.

Búi segir verðlaunin sérstaklega mikilvæg fyrir fyrirtækið til að auka traust almennings á nýtingu skordýra í matvæli enda sé oft erfitt að sannfæra fólk um þá kosti sem felast í skordýraáti.

Ef matvælaframleiðslu heimsins verður ekki umturnað mun ræktarland Evrópu brátt verða uppurið, en aukin neysla skordýra gæti hins vegar snúið þessari þróun við. Búi byrjaði að velta fyrir sér möguleikanum á nýtingu skordýra í matargerð þegar hann stundaði nám í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Sem lokaverkefni þróaði hann vélrænt skordýrabú og í kjölfarið ákvað hann að stofna fyrirtæki sem hefði það að markmiði að þróa bragðgóð og girnileg matvæli sem innihalda skordýr. Stærsta áskorunin fólst þó í að breyta hugarfari fólks varðandi neyslu á dýrunum.

Vinsælt í Bandaríkjunum, bannað á Íslandi

Búi segir viðskipti vera eitt helsta form samskipta fólks í milli í dag og því hafi hann ákveðið að beita hönnuninni á þeim vettvangi í viðleitni sinni til að bæta heiminn – hann verði þó tilbúinn þegar byltingarkallið kemur. Hann segir að í sínum huga snúist hönnun ekki bara um að skapa fallega hluti heldur sé það leið til að bregðast við vanda í umhverfinu. Þannig mætti mun oftar kalla til hönnuði til að leita lausna á vandamálum sem steðja að – til dæmis væri kjörið að fá hönnuði til að finna lausnir á öryggisvanda á ferðamannastöðum.

Skordýrin sem eru notuð í Jungle Bar eru ræktuð í Kanada og þar fer öll framleiðsla orkustykkjanna fram. Fyrirtækið stefnir fyrst og fremst inn á Bandaríkjamarkað og þó að aðeins sé mánuður frá því að sala á Jungle Bar hófst eru stykkin nú þegar komin í sölu í tólf verslunum vestanhafs – og segir Búi að áhuginn sé meiri en þeir hafi þorað að vona.

Enn sem komið er er ekki hægt að kaupa orkustykkin í verslunum hérlendis, þar sem reglugerð Evrópusambandsins, sem bannar sölu matvæla sem innihalda skordýr, hefur nýlega verið innleidd. Stykkin er þó hægt að panta í gegnum vefsíðu fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna