fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Spjallað um hönnun og nýsköpun

Hönnunarmars hefst með fyrirlestrardeginum DesignTalks á fimmtudag

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 9. mars 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin árlega hönnunarhátíð HönnunarMars fer fram um helgina. Á þessari uppskeruhátíð íslenskrar hönnunar sameinast allar greinar hönnunar: arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafísk hönnun, fata- og vöruhönnun. Um hundrað viðburðir eru á dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags, sýningar, uppákomur, innsetningar, kaupstefnur og fyrirlestrar víðs vegar um höfuðborgarsvæðið.

HönnunarMars hefst með fyrirlestradeginum DesignTalks í Hörpu á fimmtudag en þema ráðstefnunnar er „Hönnun, leiðandi afl í nýsköpun.“

Þar munu íslenskir og þekktir erlendir hönnuðir ræða um vinnu sína, þeirra á meðal grafíski hönnuðurinn Jonathan Barnbrook sem vann mikið með David Bowie, Maria Losogorskaya úr ung-arkitektahópnum Assemble sem hlaut Turner-verðlaunin 2015, Lauren Bowker sem blandar saman efnafræði og fatahönnun til að sýna það sem augað nemur ekki, Maria Guidice sem hefur stýrt hönnunarverkefnum hjá stórfyrirtækjunum Facebook og Autodesk, Tom Loosemore sem leiddi meðal annars risaverkefnið GOV.UK, og hönnunarteymið Studio Swine (Azusa Murakami og Alexander Groves) sem hanna hluti úr plastinu sem flýtur um og mengar sjóinn.

Nánast allt í okkar manngerða umhverfi er hönnun

„Það má alveg færa rök fyrir því að hönnun geti ekki verið neitt annað en nýsköpun, því það snýst alltaf um það að endurhugsa hlutina og gera þá betri. Það er það sem hönnun gengur í rauninni út á,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir sem mun stýra umræðum á DesignTalks.

„Það sem vakir fyrir okkur og okkur fannst spennandi að taka fyrir þetta árið sem þema, er á að skoða hönnun út frá víðu samhengi og út frá því hvaða snertifleti hún hefur við almenning og okkur öll. Því hönnun er auðvitað eitthvað sem við rekumst á daglega. Nánast allt í okkar manngerða umhverfi er hönnun.“

Upplýsingar um alla viðburði á HönnunarMars má sjá á vefsíðu hátíðarinnar www.honnunarmars.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Hvatvís og flytja til Rómar – Hætt við sölu en vilja leigja og „ganga svo að henni vísri þegar heim er komið, bæði tönuð í drasl“

Hvatvís og flytja til Rómar – Hætt við sölu en vilja leigja og „ganga svo að henni vísri þegar heim er komið, bæði tönuð í drasl“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gáði ekki að sér og sigldi á hafnarkantinn

Gáði ekki að sér og sigldi á hafnarkantinn